Gullgalla Gógó syngur Bond Sólveig Gísladóttir skrifar 17. mars 2016 14:30 Hinn 25 ára gamli gullgalli smellpassar Guðrúnu Helgu enn í dag. Diego Batista sá um hár og förðun. Mynd/Stefán Guðrún Helga Stefánsdóttir, söngkona og kynningastjóri Borgarsögusafns, á forláta gullgalla sem hún klæddist á diskóteki á menntaskólaárunum. Hann hékk ónotaður inni í skáp í fjölmörg ár eða allt þar til Guðrún Helga dró hann fram til að syngja lög úr James Bond með kórnum sínum, Ljótakór. „Síðustu tónleikar Ljótakórs voru afar fjölskylduvænir og báru heitið Grannmeti og átvextir. Núna langaði okkur að fara í allt aðra átt, vinna meira með stemningu og stíl. Þá kviknaði þessi hugmynd, að vera með tónleika í anda næturklúbba þar sem lifandi tónlist er leikin í reykfylltum sal með fjólubláum ljósum. Þegar við fórum að skoða hvaða tónlist kæmi til greina í slíka dagskrá kom í ljós að ansi mörg Bond-laganna féllu vel að þessum pælingum,“ segir Guðrún Helga og því var ákveðið að kýla á tónleika sem væru alfarið helgaðir tónlist úr James Bond-kvikmyndum.Ljótikór fer alla leið í Bond-þemanu. Hér eru meðlimir hans á Hótel Borg.Mynd/Kristján MaackÍ tilefni af tónleikunum ákvað kórinn að klæða sig upp á og í föt í anda Bond-myndanna og láta mynda sig í gyllta salnum á Hótel Borg, en þar fara tónleikarnir einmitt fram. En hvernig gekk að finna fatnað? „Það gekk nú bara ansi vel. Strákarnir áttu flestir smóking og við stelpurnar drógum fram glamúrkjólana okkar og sumar fengu lánaða kjóla. Líklega á árshátíðamenning Íslendinga stóran þátt í því að fólk á almennt glæsilegan fatnað til að vera í við svona tækifæri,“ svarar Guðrún Helga. Skipuð var nefnd smekkfólks úr röðum kórsins. „Sú lagði línurnar hvað Bond-stílinn varðar og hvaða litir yrðu fyrir valinu en þeir eru: svart, hvítt, rautt, gyllt og silfur.“Helga Guðrún í gullgallanum góða. Diego Batista sá um hár og förðun. Mynd/StefánSjálf er Guðrún Helga í geggjuðum, gylltum samfestingi. „Sunna María Magnúsdóttir hannaði og saumaði hann á mig þegar ég var enn í menntaskóla. Hún er lærður fatahönnuður frá Esmode í París og rak einu sinni verslun í Reykjavík,“ útskýrir Guðrún Helga sem klæddist gullgallanum á diskóteki á gamlárskvöldi í denn og vakti mikla athygli. „Ég hef aftur á móti ekki haft tækifæri til að nota hann síðan en tímdi aldrei að losa mig við hann þrátt fyrir það. En nú loks, meira en 25 árum síðar, gefst mér þetta gullna tækifæri til að nota hann aftur syngjandi Bond-lög á Hótel Borg,“ segir Guðrún Helga en gaman er að segja frá því að kórfélagarnir hafa gefið hverjir öðrum lýsandi og skondin gælunöfn. „Hingað til hefur mitt verið Gógó sópranó en nú eru þau illu heilli farin að kalla mig Gullgalla-Gógó og heimta að ég komi fram í þessum galla á tónleikum kórsins það sem eftir er,“ segir hún og hlær. Ljótikór heldur tvenna Bond-tónleika í gyllta salnum á Hótel Borg fimmtudaginn 17. mars, en með kórnum syngur Sigríður Thorlacius. „Við munum að sjálfsögðu flytja öll bestu Bond-lögin, þar á meðal Goldfinger, Goldeneye og Skyfall. Hljómsveitarstjórinn okkar, Einar Jónsson, hefur útsett lögin sérstaklega fyrir kórinn og Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri hjálpaði okkur að setja dagskrána saman þannig að úr yrði eitt heildarverk,“ segir Guðrún Helga. Uppselt er á báða tónleikana. „En ef eftirspurn er mikil þá er vel hugsanlegt að við endurtökum leikinn.“ James Bond Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Guðrún Helga Stefánsdóttir, söngkona og kynningastjóri Borgarsögusafns, á forláta gullgalla sem hún klæddist á diskóteki á menntaskólaárunum. Hann hékk ónotaður inni í skáp í fjölmörg ár eða allt þar til Guðrún Helga dró hann fram til að syngja lög úr James Bond með kórnum sínum, Ljótakór. „Síðustu tónleikar Ljótakórs voru afar fjölskylduvænir og báru heitið Grannmeti og átvextir. Núna langaði okkur að fara í allt aðra átt, vinna meira með stemningu og stíl. Þá kviknaði þessi hugmynd, að vera með tónleika í anda næturklúbba þar sem lifandi tónlist er leikin í reykfylltum sal með fjólubláum ljósum. Þegar við fórum að skoða hvaða tónlist kæmi til greina í slíka dagskrá kom í ljós að ansi mörg Bond-laganna féllu vel að þessum pælingum,“ segir Guðrún Helga og því var ákveðið að kýla á tónleika sem væru alfarið helgaðir tónlist úr James Bond-kvikmyndum.Ljótikór fer alla leið í Bond-þemanu. Hér eru meðlimir hans á Hótel Borg.Mynd/Kristján MaackÍ tilefni af tónleikunum ákvað kórinn að klæða sig upp á og í föt í anda Bond-myndanna og láta mynda sig í gyllta salnum á Hótel Borg, en þar fara tónleikarnir einmitt fram. En hvernig gekk að finna fatnað? „Það gekk nú bara ansi vel. Strákarnir áttu flestir smóking og við stelpurnar drógum fram glamúrkjólana okkar og sumar fengu lánaða kjóla. Líklega á árshátíðamenning Íslendinga stóran þátt í því að fólk á almennt glæsilegan fatnað til að vera í við svona tækifæri,“ svarar Guðrún Helga. Skipuð var nefnd smekkfólks úr röðum kórsins. „Sú lagði línurnar hvað Bond-stílinn varðar og hvaða litir yrðu fyrir valinu en þeir eru: svart, hvítt, rautt, gyllt og silfur.“Helga Guðrún í gullgallanum góða. Diego Batista sá um hár og förðun. Mynd/StefánSjálf er Guðrún Helga í geggjuðum, gylltum samfestingi. „Sunna María Magnúsdóttir hannaði og saumaði hann á mig þegar ég var enn í menntaskóla. Hún er lærður fatahönnuður frá Esmode í París og rak einu sinni verslun í Reykjavík,“ útskýrir Guðrún Helga sem klæddist gullgallanum á diskóteki á gamlárskvöldi í denn og vakti mikla athygli. „Ég hef aftur á móti ekki haft tækifæri til að nota hann síðan en tímdi aldrei að losa mig við hann þrátt fyrir það. En nú loks, meira en 25 árum síðar, gefst mér þetta gullna tækifæri til að nota hann aftur syngjandi Bond-lög á Hótel Borg,“ segir Guðrún Helga en gaman er að segja frá því að kórfélagarnir hafa gefið hverjir öðrum lýsandi og skondin gælunöfn. „Hingað til hefur mitt verið Gógó sópranó en nú eru þau illu heilli farin að kalla mig Gullgalla-Gógó og heimta að ég komi fram í þessum galla á tónleikum kórsins það sem eftir er,“ segir hún og hlær. Ljótikór heldur tvenna Bond-tónleika í gyllta salnum á Hótel Borg fimmtudaginn 17. mars, en með kórnum syngur Sigríður Thorlacius. „Við munum að sjálfsögðu flytja öll bestu Bond-lögin, þar á meðal Goldfinger, Goldeneye og Skyfall. Hljómsveitarstjórinn okkar, Einar Jónsson, hefur útsett lögin sérstaklega fyrir kórinn og Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri hjálpaði okkur að setja dagskrána saman þannig að úr yrði eitt heildarverk,“ segir Guðrún Helga. Uppselt er á báða tónleikana. „En ef eftirspurn er mikil þá er vel hugsanlegt að við endurtökum leikinn.“
James Bond Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira