Golden State vann OKC í þriðja sinn á einum mánuði og jafnaði met Bulls Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 07:00 Í annað sinn í tveimur leikjum skoraði Golden State 121 stig á móti Oklahoma City Thunder þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nú þurfti aftur á móti enga framlengingu og ofurskot frá Stephen Curry til að tryggja sigur meistaranna. Golden State stakk af í fjórða leikhluta og lagði Oklahoma City, 121-106, en þetta var annar leikur liðanna á fjórum dögum. Þau hafa nú mæst þrisvar sinnum síðan sjötta febrúar og Golden State unnið alla þrjá leikina. Eftir að hvíla vegna ökklameiðsla á þriðjudagskvöldið sneri Stephen Curry aftur í lið meistaranna og það með látum. Curry skoraði 33 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum af fimmtán. Klay Thompson var aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hann hitti einu skoti af sjö. Hann endaði samt með 21 stig og var næst stigahæstur í liði Golden State.Það er ekki hægt að stoppa Curry þegar hann skýtur.vísir/gettyNíu tapaðir hjá Durant Kevin Durant átti stórleik fyrir Oklahoma City og var grátlega nálægt ótrúlegri þrennu. Hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann passaði aftur á móti ekki nógu vel upp á boltann og tapaði honum níu sinnum. Hann hefur aðeins einu sinni tapað fleiri boltum á leiktíðinni. Russell Westbrook skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr einu af átta skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með sigrinum í nótt jafnaði Golden State met Chicago Bulls-liðsins frá 1996 yfir flesta sigra í röð á heimavelli. Golden State er búið að vinna 44 heimaleiki í röð, þar af alla 26 á þessari leiktíð. Golden State er enn á höttunum eftir stóra metinu sem sama Bulls-lið á. Það er að vinna fleiri en 70 leiki á tímabilinu. Stephen Curry og félaga vantar 16 sigra til viðbótar til að bæta það ótrúlega met.Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Spurs.vísir/gettySpurs-vélin mallar Lang næstbesta liðið í vesturdeildinni, San Antonio Spurs, vann útsigur á New Orleans Pelicans í nótt, 94-86. Spurs er þremur og hálfum leik á eftir Golden State með 52 sigra og níu töp. Kawhi Leonard var frábær sigri San Antonio, en hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Hann hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum, en þristur frá honum þegar 34 sekúndur voru eftir innsiglaði sigur Spurs-liðsins. LaMarcus Aldridge lét ekki sitt eftir liggja og skoraði 26 stig og tók átta fráköst. Ofurstjarnan í liði New Orleans, Anthony Davis, skoraði 17 stig og tók 13 fráköst.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Phoenix Suns 108-92 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 86-94 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 101-104 Golden State Warriors - OKC Thunder 121-118Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Í annað sinn í tveimur leikjum skoraði Golden State 121 stig á móti Oklahoma City Thunder þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nú þurfti aftur á móti enga framlengingu og ofurskot frá Stephen Curry til að tryggja sigur meistaranna. Golden State stakk af í fjórða leikhluta og lagði Oklahoma City, 121-106, en þetta var annar leikur liðanna á fjórum dögum. Þau hafa nú mæst þrisvar sinnum síðan sjötta febrúar og Golden State unnið alla þrjá leikina. Eftir að hvíla vegna ökklameiðsla á þriðjudagskvöldið sneri Stephen Curry aftur í lið meistaranna og það með látum. Curry skoraði 33 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum af fimmtán. Klay Thompson var aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hann hitti einu skoti af sjö. Hann endaði samt með 21 stig og var næst stigahæstur í liði Golden State.Það er ekki hægt að stoppa Curry þegar hann skýtur.vísir/gettyNíu tapaðir hjá Durant Kevin Durant átti stórleik fyrir Oklahoma City og var grátlega nálægt ótrúlegri þrennu. Hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann passaði aftur á móti ekki nógu vel upp á boltann og tapaði honum níu sinnum. Hann hefur aðeins einu sinni tapað fleiri boltum á leiktíðinni. Russell Westbrook skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr einu af átta skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með sigrinum í nótt jafnaði Golden State met Chicago Bulls-liðsins frá 1996 yfir flesta sigra í röð á heimavelli. Golden State er búið að vinna 44 heimaleiki í röð, þar af alla 26 á þessari leiktíð. Golden State er enn á höttunum eftir stóra metinu sem sama Bulls-lið á. Það er að vinna fleiri en 70 leiki á tímabilinu. Stephen Curry og félaga vantar 16 sigra til viðbótar til að bæta það ótrúlega met.Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Spurs.vísir/gettySpurs-vélin mallar Lang næstbesta liðið í vesturdeildinni, San Antonio Spurs, vann útsigur á New Orleans Pelicans í nótt, 94-86. Spurs er þremur og hálfum leik á eftir Golden State með 52 sigra og níu töp. Kawhi Leonard var frábær sigri San Antonio, en hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Hann hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum, en þristur frá honum þegar 34 sekúndur voru eftir innsiglaði sigur Spurs-liðsins. LaMarcus Aldridge lét ekki sitt eftir liggja og skoraði 26 stig og tók átta fráköst. Ofurstjarnan í liði New Orleans, Anthony Davis, skoraði 17 stig og tók 13 fráköst.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Phoenix Suns 108-92 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 86-94 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 101-104 Golden State Warriors - OKC Thunder 121-118Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira