Fólkið á Sónar: „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2016 16:41 Rajah, Farrah, Tim og Oscar á Sónar. „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld. Sónar Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
„Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld.
Sónar Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira