Fólkið á Sónar: „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2016 16:41 Rajah, Farrah, Tim og Oscar á Sónar. „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld. Sónar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld.
Sónar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira