Innlent

Læra meðal annars af kollegum í Brasilíu og Rússlandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sótt hafi verið námskeið er lúta að þjálfun vegna almannavarna, geislavár, aðgerðastjórnunar og hamfarastjórnunar.
Sótt hafi verið námskeið er lúta að þjálfun vegna almannavarna, geislavár, aðgerðastjórnunar og hamfarastjórnunar. vísir/gva
439 lögreglumenn og sex starfsmenn Lögregluskólans, sem einnig eru lögreglumenn, hafa undanfarin ár sótt námskeið eða í þjálfun á erlendri grund undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar.

Meðal landa sem mennirnir hafa heimsótt eru Bandaríkin, Brasilía, Eistland, Grikkland, Litháhen, Kanada, Mónakó, Rússland, Ungverjaland og Sviss. Alls eru 34 lönd í þremur heimsálfum nefnd til sögunnar. Ekki er um reglubundna þálfun að ræða en kostnaður við ferðirnar er að mestu leiti greiddur af því lögregluembætti sem maðurinn starfar hjá.

Tilgangur ferðanna hefur verið þjálfun og fræðsla fyrir lögreglumenn í tengslum við verkefni sem þeir hafa umsjón með. Þar má nefna námskeið á vegum FRONTEX um landamæravörslu og notkun á gagnagrunnum. Einnig má nefna námskeið á vegum FBI, Europol og Interpol. Þá hafi þeir sótt námskeið varðandi heimilisofbeldi, skólaskotárásir, tölvurannsóknir, hefndarglæpi og í tengslum við ID-mál, þ.e. að bera kennsl á óþekkjanleg lík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×