Greg Olsen var ein af stjörnum Carolina Panthers liðsins sem var náði sér ekki nógu vel á strik en hann náði aðeins að grípa fjórar sendingar af níu sem leikstjórnandinn Cam Newton reyndi að senda til hans.
Greg Olsen er einn af mörgum leikmönnum NFL-deildarinnar sem safnar skeggi á meðan tímabilinu stendur og rakar það síðan af eftir síðasta leik. Skegg Greg Olsen var orðið ansi myndarlegt eftir langt og strangt tímabil.
Greg Olsen setti félagsmet fyrir innherja í bæði gripnum sendingum og jördum. Hann endaði tímabilið með 77 gripna bolta, 1104 jarda og 7 snertimörk. Það skilaði honum sæti í Pro Bowl. Olsen átti síðan fína leiki á leið Carolina Panthers liðsins inn í Super Bowl.
Olsen leyfði stuðningsmönnum sínum að fylgjast með því hvernig hann rakaði þetta svakalega skegg af sér en hann bauð upp á hinar ýmsu útgáfur af skeggi þar til að allt var farið.
Greg Olsen var spurður út í skeggið í aðdraganda leiksins. „Dóttir mín er ekki alltof ánægð með það, strákunum mínum er alveg sama en eiginkonan hatar það líklega," sagði Greg Olsen.
Dóttir hans var líka mjög ánægð með pabbi sinn rakaði sig eins og sést á myndunum sem Greg Olsen setti inn á twitter-síðu sína. Það má sjá þær hér fyrir neðan.
All good things must come to an end. #KeepPounding pic.twitter.com/hwTUDHy0Xc
— Greg Olsen (@gregolsen88) February 9, 2016