Rivers og Pierce sóttu ekki gull í greipar Boston | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2016 07:04 Isiah Thomas skoraði 36 stig í sigri Boston. vísir/getty Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Doc Rivers og Paul Pierce tókst ekki að sækja sigur á sinn gamla heimavöll þegar Boston Celtics vann fimm stiga sigur, 139-134, á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik. Isiah Thomas fór mikinn í liði Boston og skoraði 36 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þá var Jared Sullinger nálægt þrennunni með 21 stig, 11 fráköst og sjö stoðsendingar. Chris Paul var með 35 stig og 13 stoðsendingar í liði Clippers en JJ Redick kom næstur með 27 stig. Sigurganga Golden State Warriors heldur áfram en í nótt unnu meistararnir átta stiga sigur á Phoenix Suns, 104-112. Þetta var ellefti sigur Golden State í röð en liðið er búið að vinna 48 af fyrstu 52 leikjum sínum á tímabilinu. Stephen Curry var hársbreidd frá því að vera með þrennu en hann skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar í liði Golden State. Klay Thompson kom næstur með 24 stig. Kyrie Irving skoraði 35 stig þegar Cleveland Cavaliers lagði Los Angeles Lakers að velli, 120-111. Þetta var þriðji sigur Cleveland í röð. LeBron James skilaði 29 stigum, sjö fráköstum og 11 stoðsendingum fyrir Cleveland sem lék án Kevin Love í seinni hálfleiknum. Lou Williams var stigahæstur í liði Lakers með 28 stig en Kobe Bryant skoraði 17 stig í sínum síðasta leik í Cleveland á ferlinum.Úrslitin í nótt: Boston 139-134 LA Clippers Phoenix 104-112 Golde State Cleveland 120-111 LA Lakers Indiana 95-117 Charlotte Orlando 96-98 San Antonio Philadelphia 110-114 Sacramento Brooklyn 90-109 Memphis Detroit 92-103 Denver Chicago 90-113 Atlanta New Orleans 100-96 Utah Portland 116-103 HoustonIsiah Thomas tryggir Boston framlengingu Kyrie Irving var sjóðheitur í nótt Kawhi Leonard tryggir San Antonio sigur á Orlando NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Doc Rivers og Paul Pierce tókst ekki að sækja sigur á sinn gamla heimavöll þegar Boston Celtics vann fimm stiga sigur, 139-134, á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik. Isiah Thomas fór mikinn í liði Boston og skoraði 36 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þá var Jared Sullinger nálægt þrennunni með 21 stig, 11 fráköst og sjö stoðsendingar. Chris Paul var með 35 stig og 13 stoðsendingar í liði Clippers en JJ Redick kom næstur með 27 stig. Sigurganga Golden State Warriors heldur áfram en í nótt unnu meistararnir átta stiga sigur á Phoenix Suns, 104-112. Þetta var ellefti sigur Golden State í röð en liðið er búið að vinna 48 af fyrstu 52 leikjum sínum á tímabilinu. Stephen Curry var hársbreidd frá því að vera með þrennu en hann skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar í liði Golden State. Klay Thompson kom næstur með 24 stig. Kyrie Irving skoraði 35 stig þegar Cleveland Cavaliers lagði Los Angeles Lakers að velli, 120-111. Þetta var þriðji sigur Cleveland í röð. LeBron James skilaði 29 stigum, sjö fráköstum og 11 stoðsendingum fyrir Cleveland sem lék án Kevin Love í seinni hálfleiknum. Lou Williams var stigahæstur í liði Lakers með 28 stig en Kobe Bryant skoraði 17 stig í sínum síðasta leik í Cleveland á ferlinum.Úrslitin í nótt: Boston 139-134 LA Clippers Phoenix 104-112 Golde State Cleveland 120-111 LA Lakers Indiana 95-117 Charlotte Orlando 96-98 San Antonio Philadelphia 110-114 Sacramento Brooklyn 90-109 Memphis Detroit 92-103 Denver Chicago 90-113 Atlanta New Orleans 100-96 Utah Portland 116-103 HoustonIsiah Thomas tryggir Boston framlengingu Kyrie Irving var sjóðheitur í nótt Kawhi Leonard tryggir San Antonio sigur á Orlando
NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira