Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2016 13:19 Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira