Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta.
Fjölmiðladagurinn stóri í aðdraganda Super Bowl var haldinn í gær þar sem leikmenn sátu fyrir svörum. Þar á meðal Peyton.
„Ég veit í alvörunni ekki svarið við því hvort þetta verði minn síðasti leikur. Ég hugsa bara um viku í senn og vil ekki horfa of langt fram í tímann,“ sagði Manning en viðurkenndi þó síðar að þetta gæti orðið hans síðasti leikur. Hann væri meðvitaður um það.
Manning verður fertugur í næsta mánuði og líkaminn er farinn að gefa ansi mikið eftir hjá honum. Hann er langt frá því að vera sami leikmaðurinn og hann var fyrir tveim árum síðan er hann var óstöðvandi.
Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta

Tengdar fréttir

Denver þorir ekki að spila í appelsínugulu í Super Bowl
Denver Broncos ákvað mjög óvænt að spila í útivallarbúningum sínum í Super Bowl-leiknum gegn Carolina Panthers.

NFL: Cam Newton og Peyton Manning mætast í Súper Bowl 2016
Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.

Sjáðu Cam "dabba“ alla leið í Super Bowl
Cam Newton er orðin ein skærasta íþróttastjarna Bandaríkjanna.

Trump spáir því að Denver vinni Super Bowl
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur reyndar ekki verið góður spámaður hingað til.