Freys Alexandersson, þjálfari íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu, hefur valið 27 manna æfingahóp vegna komandi vináttulandsleiks Íslands á móti Póllandi.
Æfingarnar fara fram 5. til 7. febrúar, fyrstu tvo dagana í Kórnum en æfingahelgin endar síðan á æfingaleik í Egilshöllinni á sunnudagsmorguninn.
Freyr valdi flesta leikmenn frá bikarmeisturum Stjörnunnar eða alls sjö stelpur en sex koma frá Íslandsmeisturum Breiðabliks og fimm frá Val. Fylkir, Selfoss, Þór/KA og ÍBV eiga einnig leikmann í hópnum.
Vináttulandsleikur við Pólland fer fram í Nieciecza þann 14. febrúar en hann verður spilaður á Termalika Bruk Bet club leikvanginum.
Landsliðshópurinn
Andrea Rán Hauksdóttir Breiðablik
Fjolla Shala Breiðablik
Guðrún Arnardóttir Breiðablik
Málfríður Erna Sigurðardóttir Breiðablik
Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðablik
Svava Rós Guðmundsdóttir Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fylkir
Eva Núra Abrahamsdóttir Fylkir
Kristín Erna Sigurlásdóttir Fylkir
Sigríður Lára Garðardóttir ÍBV
Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss
Heiðdís Sigurjónsdóttir Selfoss
Hrafnhildur Hauksdóttir Selfoss
Ásgerður Stefanía Baldursd. Stjarnan
Berglind Hrund Jónasdóttir Stjarnan
Guðrún Karítas Sigurðard. Stjarnan
Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan
Lára Kristín Pedersen Stjarnan
Sandra Sigurðardóttir Stjarnan
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir Stjarnan
Arna Sif Ásgrímsdóttir Valur
Elísa Viðarsdóttir Valur
Hildur Antonsdóttir Valur
Rúna Sif Stefánsdóttir Valur
Thelma Björk Einarsdóttir Valur
Írunn Þ. Aradóttir Þór/KA
Sandra María Jessen Þór/KA
