Vandræðin halda áfram að elta LeSean McCoy, hlaupara Buffalo Bills, uppi.
Hann var handtekinn aðfararnótt sunnudags eftir að hafa lent í slagsmálum. Meðal þeirra sem tóku þátt í slagsmálunum voru tvær óeinkennisklæddar löggur. Þær enduðu báðar á spítala eftir rimmuna gegn NFL-manninum.
Meðal meiðsla þeirra er höfuðkúpubrot, brotin rif og brotið nef.
Ástæðan fyrir slagsmálunum var rifrildi um kampavínsflöskur en atvikið átti sér stað á veitingahúsi í Philadelphia þar sem McCoy spilaði áður en hann fór til Buffalo.
McCoy gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm vegna slagsmálanna.
Lamdi tvær löggur í slagsmálum um kampavín

Tengdar fréttir

Hætti við að halda vafasamt partí
NFL-stjarnan LeSean McCoy neyddist til að blása af parti á dögunum og hann var allt annað en sáttur við það.

Losar sig við alla góðu, svörtu leikmennina
Hlauparinn LeSean McCoy sakar fyrrum þjálfara sinn hjá Philadelphia Eagles um rasisma.