Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 08:40 Kobe Bryant. Vísir/Getty Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. Kobe Bryant komst ekki aðeins í fimm manna liðið heldur fékk hann flest atkvæði allra eða 1,891,614 atkvæði. Það er ljóst á öllu að NBA-áhugafólk vildi sjá Kobe spila í Stjörnuleiknum á síðasta tímabilinu sínu en hann er að hætta í vor. Stephen Curry, besti leikmaður deildarinnar og leikmaður toppliðs Golden State Warriors, fékk næstflest atkvæði eða 1,604,325. LeBron James hjá Cleveland Cavaliers (1,089,206 atkvæði) var síðan þriðji leikmaðurinn sem fékk yfir milljón atkvæði. Kobe Bryant er einn af þremur framherjum Vesturdeildarinnar en bakverðirnir eru Stephen Curry og Russell Westbrook (Oklahoma City Thunder). Með Kobe eru Kevin Durant (Oklahoma City Thunder) og Kawhi Leonard (San Antonio Spurs) en Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, sem hefur átt frábært tímabil komst aftur á móti ekki í liðið. Liðsfélagarnir hjá Oklahoma City Thunder, þeir Kevin Durant og Russell Westbrook, eru saman i Stjörnuleiknum í fimmta sinn. Dwyane Wade (Miami Heat) og Kyle Lowry (Toronto Raptors) eru bakverðir í byrjunarliði Austurdeildarinnar en framherjarnir eru LeBron James (Cleveland Cavaliers), Paul George (Indiana Pacers) og Carmelo Anthony (New York Knicks). Kyle Lowry, sem verður á heimavelli í leiknum, komst upp fyrir Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers á lokasprettinum.Byrjunarlið Austurdeildarinnar: Dwyane Wade, Miami Heat (12. sinn) - 941,466 atkvæði Kyle Lowry, Toronto Raptors (2. sinn) - 646,441 atkvæði LeBron James, Cleveland Cavaliers (12. sinn) - 1,089,206 atkvæði Paul George, Indiana Pacers (3. sinn) - 711,595 atkvæði Carmelo Anthony, New York Knicks (9. sinn) - 567,348 atkvæðiByrjunarlið Vesturdeildarinnar: Stephen Curry, Golden State Warriors (3. sinn) - 1,604,325 Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (5. sinn) - 772,009 Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (18. sinn) - 1,891,614 Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (7. sinn) - 980,787 Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (1. sinn) - 782,339 NBA Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. Kobe Bryant komst ekki aðeins í fimm manna liðið heldur fékk hann flest atkvæði allra eða 1,891,614 atkvæði. Það er ljóst á öllu að NBA-áhugafólk vildi sjá Kobe spila í Stjörnuleiknum á síðasta tímabilinu sínu en hann er að hætta í vor. Stephen Curry, besti leikmaður deildarinnar og leikmaður toppliðs Golden State Warriors, fékk næstflest atkvæði eða 1,604,325. LeBron James hjá Cleveland Cavaliers (1,089,206 atkvæði) var síðan þriðji leikmaðurinn sem fékk yfir milljón atkvæði. Kobe Bryant er einn af þremur framherjum Vesturdeildarinnar en bakverðirnir eru Stephen Curry og Russell Westbrook (Oklahoma City Thunder). Með Kobe eru Kevin Durant (Oklahoma City Thunder) og Kawhi Leonard (San Antonio Spurs) en Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, sem hefur átt frábært tímabil komst aftur á móti ekki í liðið. Liðsfélagarnir hjá Oklahoma City Thunder, þeir Kevin Durant og Russell Westbrook, eru saman i Stjörnuleiknum í fimmta sinn. Dwyane Wade (Miami Heat) og Kyle Lowry (Toronto Raptors) eru bakverðir í byrjunarliði Austurdeildarinnar en framherjarnir eru LeBron James (Cleveland Cavaliers), Paul George (Indiana Pacers) og Carmelo Anthony (New York Knicks). Kyle Lowry, sem verður á heimavelli í leiknum, komst upp fyrir Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers á lokasprettinum.Byrjunarlið Austurdeildarinnar: Dwyane Wade, Miami Heat (12. sinn) - 941,466 atkvæði Kyle Lowry, Toronto Raptors (2. sinn) - 646,441 atkvæði LeBron James, Cleveland Cavaliers (12. sinn) - 1,089,206 atkvæði Paul George, Indiana Pacers (3. sinn) - 711,595 atkvæði Carmelo Anthony, New York Knicks (9. sinn) - 567,348 atkvæðiByrjunarlið Vesturdeildarinnar: Stephen Curry, Golden State Warriors (3. sinn) - 1,604,325 Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (5. sinn) - 772,009 Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (18. sinn) - 1,891,614 Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (7. sinn) - 980,787 Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (1. sinn) - 782,339
NBA Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira