NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 10:00 Alex Smith, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fagnar sigri. Vísir/Getty Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.
NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30
Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30
Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00
Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18