Innlent

Fjórar milljónir fyrir framlag nefndarmanna í RÚV-nefndinni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mennta- og menningarmálaráðherra svara fyrir kostnað við gerð skýrslu um fjárhagsstöðu RÚV.
Mennta- og menningarmálaráðherra svara fyrir kostnað við gerð skýrslu um fjárhagsstöðu RÚV. Vísir/Ernir
Svanbjörn Thoroddsen fékk 3,6 milljónir króna fyrir vinnu sína við gerð skýrslu um stöðu RÚV. Formaður nefndarinnar sem gerði skýrsluna, Eyþór Arnalds, fékk sjálfur 750 þúsund krónur fyrir vinnuna. 

Illugi tekur við skýrslu um fjárhagsstöðu RÚV úr hendi Eyþórs Arnalds og Svanbjörns Thoroddsen. Einnig sat í nefndinni Guðrún Ögmundsdóttir.Vísir
Báðir störfuðu þeir í nefndinni en Svanur er starfsmaður KPMG. Auk þeirra tveggja var Guðrún Ögmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, í nefndinni.

Þetta kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingkonu Vinstri grænna. Heildarkostnaður skýrslunnar nemur samtals 4.867.650 krónum.

Þar kemur einnig fram að kostnaður umfram þá sérfræðivinnu sem þeir Svanbjörn og Eyþór unnu nam 696 þúsund krónum. Sá kostnaður var greiddur af ráðuneytinu, líkt og framlag þeirra fyrrnefndu. 

Til viðbótar greiddi ráðuneytið KOM almannatengslum 97.650 krónur fyrir undirbúning og framkvæmdar kynningarfundar sem haldin var um útgáfu skýrslunnar.

Niðurstöður skýrslunnar var á þá leið að RÚV ætti við talsverðan fjárhagsvanda að etja og að áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir óbreyttu útvarpsgjaldi, talsverðum tekjum af sölu lóðarréttinda í Efstaleiti og fleiri þáttum til að jafnvægi yrði komið á rekstur þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×