Verjum norræna velferð! Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna skrifar 14. janúar 2016 07:00 Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífsgæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla. Við höfum hátt atvinnustig, erum komin langt með að auka jafnrétti kynjanna, atvinnumarkaður okkar er nútímalegur og við erum í fararbroddi í tæknilegri þróun. Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: „gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns“. En nú er sótt að sjálfum grundvallargildunum sem gera Norðurlöndin svo sterk. Rétt eins og þegar hnattvæðingin hófst fyrir 25 árum síðan, halda hægrimenn í dag því fram að ekki sé lengur mögulegt að viðhalda mikilli velferð og þess í stað verðum við að leggja áherslu á að lækka laun og einfalda störf. Þá stóðu Norðurlöndin frammi fyrir mikill áskorun, þegar alþjóðlega efnahagskerfið breyttist, með afreglun markaðarins og gríðarlegri aukningu á ódýru vinnuafli í Kína, Indlandi og gömlu austurblokkinni.Norræna módelið sýndi styrk sinn En norræna módelið sýndi styrk sinn. Með fjárfestingu í menntun, samkeppni og sameiginlegum kröftum tókst Norðurlöndunum betur en nokkru öðru svæði að mæta hröðum og stórum samfélagsbreytingum. Við völdum leið aukinnar færni í stað lágra launa. Það sama á við í dag. Ef við gefum eftir og lækkum laun, fjölgum tímabundnum störfum og drögum úr velferð, þá munu Norðurlöndin breytast í ríki þar sem lífsgæði tapast hratt. Þar sem fáir fá mikið og þar sem margir verða fastir í láglaunastörfum og ríkin okkar tapa framleiðni, aðlögunarhæfni og samkeppnishæfni. Alþjóðahagfræðingar hafa undrast hversu vel norrænu ríkin hafa tekist á við hnattvæðinguna. Árið 2012 hóf SAMAK, samtök norrænna jafnaðarflokka og verkalýðshreyfingar, vinnu við að athuga hvernig norræna módelið getur best mætt áskorunum framtíðar. NordMod2030-verkefnið sýnir fram á að ábyrg efnahagspólitík, kerfi almannatrygginga sem tryggir víðtæk réttindi og vel skipulagt atvinnulíf eru þrjár grunnstoðir norræna módelsins. Við verðum að verja og þróa þessar stoðir, ekki að grafa undan þeim. Það á ekki síst við á tímum hraðra breytinga og stórra áfalla. Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. Þörfin fyrir grundvallarafstöðu verkalýðshreyfingarinnar um frelsi, jafnrétti, samstöðu og vinnusemi hefur ekki verið mikilvægari í langan tíma.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarStefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksinsJonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksinsMette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksinsAntti Rinne, formaður finnska jafnaðarmannaflokksinsGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO – verkalýðshreyfingarinnar í SvíþjóðGerd Kristiansen, formaður LO, norsku launþegasamtakannaLizette Risgaard, formaður LO, dönsku launþegahreyfingarinnarMatti Tukiainen, formaður SAK í Finnlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífsgæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla. Við höfum hátt atvinnustig, erum komin langt með að auka jafnrétti kynjanna, atvinnumarkaður okkar er nútímalegur og við erum í fararbroddi í tæknilegri þróun. Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: „gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns“. En nú er sótt að sjálfum grundvallargildunum sem gera Norðurlöndin svo sterk. Rétt eins og þegar hnattvæðingin hófst fyrir 25 árum síðan, halda hægrimenn í dag því fram að ekki sé lengur mögulegt að viðhalda mikilli velferð og þess í stað verðum við að leggja áherslu á að lækka laun og einfalda störf. Þá stóðu Norðurlöndin frammi fyrir mikill áskorun, þegar alþjóðlega efnahagskerfið breyttist, með afreglun markaðarins og gríðarlegri aukningu á ódýru vinnuafli í Kína, Indlandi og gömlu austurblokkinni.Norræna módelið sýndi styrk sinn En norræna módelið sýndi styrk sinn. Með fjárfestingu í menntun, samkeppni og sameiginlegum kröftum tókst Norðurlöndunum betur en nokkru öðru svæði að mæta hröðum og stórum samfélagsbreytingum. Við völdum leið aukinnar færni í stað lágra launa. Það sama á við í dag. Ef við gefum eftir og lækkum laun, fjölgum tímabundnum störfum og drögum úr velferð, þá munu Norðurlöndin breytast í ríki þar sem lífsgæði tapast hratt. Þar sem fáir fá mikið og þar sem margir verða fastir í láglaunastörfum og ríkin okkar tapa framleiðni, aðlögunarhæfni og samkeppnishæfni. Alþjóðahagfræðingar hafa undrast hversu vel norrænu ríkin hafa tekist á við hnattvæðinguna. Árið 2012 hóf SAMAK, samtök norrænna jafnaðarflokka og verkalýðshreyfingar, vinnu við að athuga hvernig norræna módelið getur best mætt áskorunum framtíðar. NordMod2030-verkefnið sýnir fram á að ábyrg efnahagspólitík, kerfi almannatrygginga sem tryggir víðtæk réttindi og vel skipulagt atvinnulíf eru þrjár grunnstoðir norræna módelsins. Við verðum að verja og þróa þessar stoðir, ekki að grafa undan þeim. Það á ekki síst við á tímum hraðra breytinga og stórra áfalla. Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. Þörfin fyrir grundvallarafstöðu verkalýðshreyfingarinnar um frelsi, jafnrétti, samstöðu og vinnusemi hefur ekki verið mikilvægari í langan tíma.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarStefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksinsJonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksinsMette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksinsAntti Rinne, formaður finnska jafnaðarmannaflokksinsGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO – verkalýðshreyfingarinnar í SvíþjóðGerd Kristiansen, formaður LO, norsku launþegasamtakannaLizette Risgaard, formaður LO, dönsku launþegahreyfingarinnarMatti Tukiainen, formaður SAK í Finnlandi
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar