Alls hefur San Antonio unnið tíu leiki í röð en fyrir leikinn í nótt hafði Cleveland unnið átta leiki í röð.
San Antonio byrjaði fjórða leikhlutann af miklum krafti og náði þar með undirtökunum í leiknum.
Tony Parker skoraði 24 stig og Kawhi Leonard var með 20 stig og tíu fráköst. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig en Tristan Thompson var með át´jan stig og fjórtán fráköst.
Chicago vann Philadelphia, 115-111, í framlengdum leik. Jimmy Butler bætti persónulegt met og skoraði 53 stig en hann var þar að auki með tíu fráköst og sex stoðsendingar.
Þetta var í fyrsta sinn í meira en áratug sem leikmaður Chicago skorar meira en 50 stig í leik en hvorki Derrick Rose né Pau Gasol spiluðu með liðinu í nótt.
Golden State vann LA Lakers, 116-98. Steph Curry var með 26 stig en fyrstu átta körfurnar hans í leiknum voru allar þriggja stiga körfur.
Þetta var líklega síðasti leikur Kobe Bryant í Oakland en hann var með átta stig, sex fráköst og þrjár stoðsendingar.
Úrslit næturinnar:
Orlando - Toronto 103-106
Philadelphia - Chicago 111-115
Memphis - Detroit 103-101
San Antonio - Cleveland 99-95
Utah - Sacramento 101-103
Golden State - LA Lakers 116-98