Minnsti bróðir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2016 07:00 Engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fréttablaðið greindi frá þessu á laugardag en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra sem svarað var fyrir helgi. Svo mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að halda því fram að öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks sé tryggt að formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar telur að þörf sé á sérstakri neyðaráætlun til úrbóta. Þroskahjálp samþykkti sérstaka áætlun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld sérstaklega hvött til að setja sér skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Það er lögreglustjórinn á Suðurlandi sem gerði það að eigin frumkvæði. „Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið. Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði grein í Fréttablaðið í byrjun árs þar sem hann ræddi meðal annars um þörf á endurmenntun dómara. Hann sagði dómarastarfið sérfræðistarf og dómara þurfa að kunna lögin. Lögin hins vegar taki sífelldum breytingum og oft séu nýjar réttarreglur undir áhrifum af breyttum samfélagsviðhorfum og kenningum. Ofbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Fólk sem er fatlað er eins mismunandi og við hin og glímir við mismikla fötlun. Það er hins vegar þekkt að þeir sem beita ofbeldi velja oft að ráðast gegn þeim sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér og þar eru fatlaðir í meiri hættu en aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk fyrir ofbeldi. Íslenska ríkið skrifaði undir þennan samning og vinnur nú að fullgildingu hans sem þýðir að tryggja verður að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði sem hann mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess. Ljóst er á dæmum sem liggja fyrir að fatlaðir, og þá sérstaklega fatlaðar konur, hafa ekki sama aðgang að réttarkerfinu og aðrir. Og það má óttast að þeir sem ekki hafa stigið fram og sagt sögur sínar í fjölmiðlum séu hið minnsta fyrir hendi og líklega margir. Þörfin á samræmdum reglum um ofbeldismál gegn fötluðum er mikil og jafn mikil er þörfin á menntun þeirra sem með slík mál fara. Hinn hátt í áratugar gamli samningur Sameinuðu þjóðanna sem enn hefur ekki verið fullgiltur öskrar á stjórnvöld að muna eftir sér. Alþingi kemur einmitt saman í dag. Vert væri að huga að þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fréttablaðið greindi frá þessu á laugardag en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra sem svarað var fyrir helgi. Svo mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að halda því fram að öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks sé tryggt að formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar telur að þörf sé á sérstakri neyðaráætlun til úrbóta. Þroskahjálp samþykkti sérstaka áætlun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld sérstaklega hvött til að setja sér skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Það er lögreglustjórinn á Suðurlandi sem gerði það að eigin frumkvæði. „Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið. Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði grein í Fréttablaðið í byrjun árs þar sem hann ræddi meðal annars um þörf á endurmenntun dómara. Hann sagði dómarastarfið sérfræðistarf og dómara þurfa að kunna lögin. Lögin hins vegar taki sífelldum breytingum og oft séu nýjar réttarreglur undir áhrifum af breyttum samfélagsviðhorfum og kenningum. Ofbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Fólk sem er fatlað er eins mismunandi og við hin og glímir við mismikla fötlun. Það er hins vegar þekkt að þeir sem beita ofbeldi velja oft að ráðast gegn þeim sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér og þar eru fatlaðir í meiri hættu en aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk fyrir ofbeldi. Íslenska ríkið skrifaði undir þennan samning og vinnur nú að fullgildingu hans sem þýðir að tryggja verður að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði sem hann mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess. Ljóst er á dæmum sem liggja fyrir að fatlaðir, og þá sérstaklega fatlaðar konur, hafa ekki sama aðgang að réttarkerfinu og aðrir. Og það má óttast að þeir sem ekki hafa stigið fram og sagt sögur sínar í fjölmiðlum séu hið minnsta fyrir hendi og líklega margir. Þörfin á samræmdum reglum um ofbeldismál gegn fötluðum er mikil og jafn mikil er þörfin á menntun þeirra sem með slík mál fara. Hinn hátt í áratugar gamli samningur Sameinuðu þjóðanna sem enn hefur ekki verið fullgiltur öskrar á stjórnvöld að muna eftir sér. Alþingi kemur einmitt saman í dag. Vert væri að huga að þessu.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun