Michael Jordan áfram númer eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 14:30 Michael Jordan. Vísir/Getty Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira