Hvað á þetta að þýða? Magnús Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 „Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðanir Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun „Drifkraftur að óöryggi og óvissu“ Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
„Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar