Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Þingmenn voru léttir á brún fyrir fund utanríkismálanefndar í gær áður en alvarlegu málefnin tóku við. vísir/vilhelm „Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“ Alþingi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“
Alþingi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira