Engin formleg yfirlýsing borist frá Rússum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Hingað til hefur Ísland verið undanþegið viðskiptaþvingunum Rússa. Fréttablaðið/AFP Birgir ármannsson „Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Fyrir það fyrsta er staðan sú að Ísland tók þá ákvörðun strax vorið 2014 þegar ríki, bæði innan Evrópu og í Norður-Ameríku, ákváðu að bregðast við innlimun Krímskaga og ágangi Rússa í Austur-Úkraínu með ákveðnum þvingunaraðgerðum. Þá var tekin sú ákvörðun að Ísland myndi eiga samleið með þeim ríkjum sem það gerðu og ég tel ekki að það séu komnar fram þær forsendur til að breyta þeirri ákvörðun,“ segir hann. Í gær greindi Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, að til skoðunar væri að fjölga þeim ríkjum sem Rússland beitir viðskiptaþvingunum. Ísland hefur hingað til stutt viðskiptaþvinganir bandamanna sinna gagnvart Rússlandi. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook á laugardaginn að Ísland ætti að hætta að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Utanríkismálanefnd stefnir á að fjalla um málið á morgun. Birgir segir að í sjálfu sér hafi engin formleg yfirlýsing eða skilaboð komið frá rússneskum stjórnvöldum til þeirra íslensku en engu að síður miklir hagsmunir í húfi. „Þarna er um að ræða mikla hagsmuni sem við þurfum að fylgjast með og til þess er einmitt fundur utanríkismálanefndar á fimmtudaginn hugsaður, við munum reyna að fá fram stöðuna hvað það varðar.“ Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans er enn verið að leita svara í Moskvu og hjá rússneska sendiráðinu um hvort viðskiptaþvingunum verði beitt. Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira
Birgir ármannsson „Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Fyrir það fyrsta er staðan sú að Ísland tók þá ákvörðun strax vorið 2014 þegar ríki, bæði innan Evrópu og í Norður-Ameríku, ákváðu að bregðast við innlimun Krímskaga og ágangi Rússa í Austur-Úkraínu með ákveðnum þvingunaraðgerðum. Þá var tekin sú ákvörðun að Ísland myndi eiga samleið með þeim ríkjum sem það gerðu og ég tel ekki að það séu komnar fram þær forsendur til að breyta þeirri ákvörðun,“ segir hann. Í gær greindi Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, að til skoðunar væri að fjölga þeim ríkjum sem Rússland beitir viðskiptaþvingunum. Ísland hefur hingað til stutt viðskiptaþvinganir bandamanna sinna gagnvart Rússlandi. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook á laugardaginn að Ísland ætti að hætta að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Utanríkismálanefnd stefnir á að fjalla um málið á morgun. Birgir segir að í sjálfu sér hafi engin formleg yfirlýsing eða skilaboð komið frá rússneskum stjórnvöldum til þeirra íslensku en engu að síður miklir hagsmunir í húfi. „Þarna er um að ræða mikla hagsmuni sem við þurfum að fylgjast með og til þess er einmitt fundur utanríkismálanefndar á fimmtudaginn hugsaður, við munum reyna að fá fram stöðuna hvað það varðar.“ Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans er enn verið að leita svara í Moskvu og hjá rússneska sendiráðinu um hvort viðskiptaþvingunum verði beitt.
Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira