Stuðningur NATO ögri friðarviðræðunum Tyrkja og Kúrda Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Katrín segir að stuðninginn mætti túlka sem stuðning við aðgerðir gegn Kúrdum. Mynd/Utanríkisráðuneytið Katrín Jakobsdóttir „Eins og skilja mátti niðurstöðu fundarins á þriðjudaginn mátti túlka það sem svo að Atlantshafsbandalagið væri að styðja aðgerðir gegn Kúrdum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hefur óskað eftir að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir Tyrklands á landamærum Sýrlands og Íraks. „Atlantshafsbandalagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samvinnu með Atlantshafsbandalaginu í aðgerðum gegn ISIS en enn fremur telur hann mikilvægt að styðja við friðarviðræður Kúrda og Tyrkja. Katrín telur að í þessu felist ákveðin mótsögn. „Mér finnst mikilvægt að fá stefnu íslenskra stjórnvalda á hreint í þessu máli því það er auðvitað þversagnakennt að styðja við árásir gegn Kúrdum en styðja um leið friðarviðræðurnar. Ég styð þessar friðarviðræður Tyrkja og Kúrda og það hefur Evrópusambandið líka gert en ég hef áhyggjur af því að þessi stuðningur NATO við aðgerðir Tyrkja setji strik í reikninginn.“ Katrín segir að hún hafi þegar rætt við formann utanríkismálanefndar og vonast er til að nefndin komi saman í næstu viku. Tyrkir hófu loftárásir gegn herskáa hluta Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og ISIS í síðustu viku. Árásirnar eru til komnar vegna árása vígamanna beggja sveita innan landamæra Tyrklands. Í gær létust tveir tyrkneskir lögregluþjónar og tveir vígamenn Verkamannaflokks Kúrda í árás þess síðarefnda á lögreglustöð og lestarteina í Tyrklandi. Kúrdar og Tyrkir hafa átt í friðarviðræðum undanfarin tvö ár en þær eru nú runnar í sandinn. Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir „Eins og skilja mátti niðurstöðu fundarins á þriðjudaginn mátti túlka það sem svo að Atlantshafsbandalagið væri að styðja aðgerðir gegn Kúrdum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hefur óskað eftir að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir Tyrklands á landamærum Sýrlands og Íraks. „Atlantshafsbandalagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samvinnu með Atlantshafsbandalaginu í aðgerðum gegn ISIS en enn fremur telur hann mikilvægt að styðja við friðarviðræður Kúrda og Tyrkja. Katrín telur að í þessu felist ákveðin mótsögn. „Mér finnst mikilvægt að fá stefnu íslenskra stjórnvalda á hreint í þessu máli því það er auðvitað þversagnakennt að styðja við árásir gegn Kúrdum en styðja um leið friðarviðræðurnar. Ég styð þessar friðarviðræður Tyrkja og Kúrda og það hefur Evrópusambandið líka gert en ég hef áhyggjur af því að þessi stuðningur NATO við aðgerðir Tyrkja setji strik í reikninginn.“ Katrín segir að hún hafi þegar rætt við formann utanríkismálanefndar og vonast er til að nefndin komi saman í næstu viku. Tyrkir hófu loftárásir gegn herskáa hluta Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og ISIS í síðustu viku. Árásirnar eru til komnar vegna árása vígamanna beggja sveita innan landamæra Tyrklands. Í gær létust tveir tyrkneskir lögregluþjónar og tveir vígamenn Verkamannaflokks Kúrda í árás þess síðarefnda á lögreglustöð og lestarteina í Tyrklandi. Kúrdar og Tyrkir hafa átt í friðarviðræðum undanfarin tvö ár en þær eru nú runnar í sandinn.
Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira