Formaður Bændasamtakanna vill að ákvörðunartaka um hækkanir verði gegnsærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Formaður Bændasamtakanna segir að áður fyrr hafi mjólk og smjör verið selt á undirverði. vísir/pjetur Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri. Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri.
Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira