Stefnt á að breytingarákvæði fari fyrir Alþingi í haust Ingvar Haraldsson skrifar 21. júlí 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur við undirskriftum frá Bolla Héðinssyni hagfræðingi. VÍSIR/VALLI Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna. Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna.
Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira