Sjö ár síðan Valsari skoraði átta mörk á einu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2015 06:30 Patrick Pedersen hefur farið á kostum í framlínu Vals í Pepsi-deildinni. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira