Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Arnar setur stefnuna að sjálfsögðu á fyrsta sætið en annað sætið er raunhæfara. Hann segir fyrsta leik undankeppninnar gríðarlega mikilvægan. vísir / sigurjón Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að hefja undankeppni fyrir HM 2026 og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir raunhæft markmið að ná öðru sætinu í riðlinum með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaísjan. Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira