Reynt að gleðja alla en enginn ánægður 5. maí 2015 07:00 Frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvóta á makríl er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Svo virðist sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi reynt að sætta öll sjónarmið þegar kemur að ákvörðun um kvótasetningu á makríl. Og eins og oft vill verða þegar það er reynt er enginn ánægður, en margir fúlir. Frumvarp ráðherra til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl hefur vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt frumvarpinu fá útgerðir úthlutað kvóta til makrílveiða til sex ára og framlengist gildistími aflaheimildanna sjálfkrafa um eitt ár um hver áramót hafi lögunum ekki verið breytt. Þetta er með öðrum orðum tímabundinn nýtingarréttur, en þó til sex ára. Auk almenns veiðigjalds verður sett viðbótarveiðigjald á makríl sem verður tíu krónur á hvert veitt kíló. Það gæti skilað ríkissjóði 1,5 milljörðum króna á hverju ári, en reiknað er með að veiðigjald í heild sinni skili ríkissjóði 10,9 milljörðum króna á næsta ári. Umræða um fiskveiðistjórnun snýst um tvennt; annars vegar hvernig á að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnanna og hins vegar það sem lýtur að eignarhaldi á auðlindinni og tekjum af nýtingu hennar. Það sama er uppi á teningnum hvað varðar makrílinn. Það deilir enginn um að það þarf að stýra veiðunum. Menn geta haft þá skoðun að einhver leið sé réttari til þess en önnur, en lög um fiskveiðistjórnun gera ráð fyrir kvótakerfi.Sigurður Ingi JóhannssonDeilurnar nú snúast hins vegar um það hvernig úthluta skuli veiðiheimildunum og til hve langs tíma, þó vissulega sé sú skoðun einnig uppi að falla eigi frá kvótakerfinu. Til að skýra deiluna má setja upp tvo andstæða póla innan kvótakerfisins. Annars vegar að aflaheimildir séu boðnar upp til eins árs í senn og það muni skila ríkinu umtalsverðum tekjum. Hins vegar að um makrílinn gildi sömu reglur og þegar kvótakerfinu var komið á, að aflaheimildum verði útdeilt til fyrirtækja eftir veiðireynslu. Sigurður Ingi hefur með frumvarpi sínu reynt að fara bil beggja. Makríllinn fer ekki inn í stóra kvótakerfið, en er þó úthlutað til sex ára í senn. Með þessu hyggst hann koma til móts við þau sjónarmið að lengri nýtingartíma þurfi en eitt ár, sérstaklega þegar horft er til fjárfestinga og nýliðunar, og hins vegar að ekki verði úthlutað ótímabundið. Raunin er sú að allir eru óánægðir og óvíst er hvort tekst að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Náist það þó bíður sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta hvort staðfesta eigi lögin, eða vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og um 30 þúsund manns hafa nú þegar krafist með undirskrift sinni. Alþingi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Svo virðist sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi reynt að sætta öll sjónarmið þegar kemur að ákvörðun um kvótasetningu á makríl. Og eins og oft vill verða þegar það er reynt er enginn ánægður, en margir fúlir. Frumvarp ráðherra til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl hefur vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt frumvarpinu fá útgerðir úthlutað kvóta til makrílveiða til sex ára og framlengist gildistími aflaheimildanna sjálfkrafa um eitt ár um hver áramót hafi lögunum ekki verið breytt. Þetta er með öðrum orðum tímabundinn nýtingarréttur, en þó til sex ára. Auk almenns veiðigjalds verður sett viðbótarveiðigjald á makríl sem verður tíu krónur á hvert veitt kíló. Það gæti skilað ríkissjóði 1,5 milljörðum króna á hverju ári, en reiknað er með að veiðigjald í heild sinni skili ríkissjóði 10,9 milljörðum króna á næsta ári. Umræða um fiskveiðistjórnun snýst um tvennt; annars vegar hvernig á að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnanna og hins vegar það sem lýtur að eignarhaldi á auðlindinni og tekjum af nýtingu hennar. Það sama er uppi á teningnum hvað varðar makrílinn. Það deilir enginn um að það þarf að stýra veiðunum. Menn geta haft þá skoðun að einhver leið sé réttari til þess en önnur, en lög um fiskveiðistjórnun gera ráð fyrir kvótakerfi.Sigurður Ingi JóhannssonDeilurnar nú snúast hins vegar um það hvernig úthluta skuli veiðiheimildunum og til hve langs tíma, þó vissulega sé sú skoðun einnig uppi að falla eigi frá kvótakerfinu. Til að skýra deiluna má setja upp tvo andstæða póla innan kvótakerfisins. Annars vegar að aflaheimildir séu boðnar upp til eins árs í senn og það muni skila ríkinu umtalsverðum tekjum. Hins vegar að um makrílinn gildi sömu reglur og þegar kvótakerfinu var komið á, að aflaheimildum verði útdeilt til fyrirtækja eftir veiðireynslu. Sigurður Ingi hefur með frumvarpi sínu reynt að fara bil beggja. Makríllinn fer ekki inn í stóra kvótakerfið, en er þó úthlutað til sex ára í senn. Með þessu hyggst hann koma til móts við þau sjónarmið að lengri nýtingartíma þurfi en eitt ár, sérstaklega þegar horft er til fjárfestinga og nýliðunar, og hins vegar að ekki verði úthlutað ótímabundið. Raunin er sú að allir eru óánægðir og óvíst er hvort tekst að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Náist það þó bíður sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta hvort staðfesta eigi lögin, eða vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og um 30 þúsund manns hafa nú þegar krafist með undirskrift sinni.
Alþingi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira