„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2025 13:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegarráðherra sakar stjórnarandstöðuna um málþóf í umræðu um veiðigjöld. Hún er þó bjartsýn á að það takist að afgreiða málið á þingi í sumar. Vísir Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira