„Við erum auðvitað ekki komin þangað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 23. júní 2025 20:59 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok. Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira