Reynt að gleðja alla en enginn ánægður 5. maí 2015 07:00 Frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvóta á makríl er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Svo virðist sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi reynt að sætta öll sjónarmið þegar kemur að ákvörðun um kvótasetningu á makríl. Og eins og oft vill verða þegar það er reynt er enginn ánægður, en margir fúlir. Frumvarp ráðherra til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl hefur vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt frumvarpinu fá útgerðir úthlutað kvóta til makrílveiða til sex ára og framlengist gildistími aflaheimildanna sjálfkrafa um eitt ár um hver áramót hafi lögunum ekki verið breytt. Þetta er með öðrum orðum tímabundinn nýtingarréttur, en þó til sex ára. Auk almenns veiðigjalds verður sett viðbótarveiðigjald á makríl sem verður tíu krónur á hvert veitt kíló. Það gæti skilað ríkissjóði 1,5 milljörðum króna á hverju ári, en reiknað er með að veiðigjald í heild sinni skili ríkissjóði 10,9 milljörðum króna á næsta ári. Umræða um fiskveiðistjórnun snýst um tvennt; annars vegar hvernig á að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnanna og hins vegar það sem lýtur að eignarhaldi á auðlindinni og tekjum af nýtingu hennar. Það sama er uppi á teningnum hvað varðar makrílinn. Það deilir enginn um að það þarf að stýra veiðunum. Menn geta haft þá skoðun að einhver leið sé réttari til þess en önnur, en lög um fiskveiðistjórnun gera ráð fyrir kvótakerfi.Sigurður Ingi JóhannssonDeilurnar nú snúast hins vegar um það hvernig úthluta skuli veiðiheimildunum og til hve langs tíma, þó vissulega sé sú skoðun einnig uppi að falla eigi frá kvótakerfinu. Til að skýra deiluna má setja upp tvo andstæða póla innan kvótakerfisins. Annars vegar að aflaheimildir séu boðnar upp til eins árs í senn og það muni skila ríkinu umtalsverðum tekjum. Hins vegar að um makrílinn gildi sömu reglur og þegar kvótakerfinu var komið á, að aflaheimildum verði útdeilt til fyrirtækja eftir veiðireynslu. Sigurður Ingi hefur með frumvarpi sínu reynt að fara bil beggja. Makríllinn fer ekki inn í stóra kvótakerfið, en er þó úthlutað til sex ára í senn. Með þessu hyggst hann koma til móts við þau sjónarmið að lengri nýtingartíma þurfi en eitt ár, sérstaklega þegar horft er til fjárfestinga og nýliðunar, og hins vegar að ekki verði úthlutað ótímabundið. Raunin er sú að allir eru óánægðir og óvíst er hvort tekst að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Náist það þó bíður sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta hvort staðfesta eigi lögin, eða vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og um 30 þúsund manns hafa nú þegar krafist með undirskrift sinni. Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira
Svo virðist sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi reynt að sætta öll sjónarmið þegar kemur að ákvörðun um kvótasetningu á makríl. Og eins og oft vill verða þegar það er reynt er enginn ánægður, en margir fúlir. Frumvarp ráðherra til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl hefur vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt frumvarpinu fá útgerðir úthlutað kvóta til makrílveiða til sex ára og framlengist gildistími aflaheimildanna sjálfkrafa um eitt ár um hver áramót hafi lögunum ekki verið breytt. Þetta er með öðrum orðum tímabundinn nýtingarréttur, en þó til sex ára. Auk almenns veiðigjalds verður sett viðbótarveiðigjald á makríl sem verður tíu krónur á hvert veitt kíló. Það gæti skilað ríkissjóði 1,5 milljörðum króna á hverju ári, en reiknað er með að veiðigjald í heild sinni skili ríkissjóði 10,9 milljörðum króna á næsta ári. Umræða um fiskveiðistjórnun snýst um tvennt; annars vegar hvernig á að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnanna og hins vegar það sem lýtur að eignarhaldi á auðlindinni og tekjum af nýtingu hennar. Það sama er uppi á teningnum hvað varðar makrílinn. Það deilir enginn um að það þarf að stýra veiðunum. Menn geta haft þá skoðun að einhver leið sé réttari til þess en önnur, en lög um fiskveiðistjórnun gera ráð fyrir kvótakerfi.Sigurður Ingi JóhannssonDeilurnar nú snúast hins vegar um það hvernig úthluta skuli veiðiheimildunum og til hve langs tíma, þó vissulega sé sú skoðun einnig uppi að falla eigi frá kvótakerfinu. Til að skýra deiluna má setja upp tvo andstæða póla innan kvótakerfisins. Annars vegar að aflaheimildir séu boðnar upp til eins árs í senn og það muni skila ríkinu umtalsverðum tekjum. Hins vegar að um makrílinn gildi sömu reglur og þegar kvótakerfinu var komið á, að aflaheimildum verði útdeilt til fyrirtækja eftir veiðireynslu. Sigurður Ingi hefur með frumvarpi sínu reynt að fara bil beggja. Makríllinn fer ekki inn í stóra kvótakerfið, en er þó úthlutað til sex ára í senn. Með þessu hyggst hann koma til móts við þau sjónarmið að lengri nýtingartíma þurfi en eitt ár, sérstaklega þegar horft er til fjárfestinga og nýliðunar, og hins vegar að ekki verði úthlutað ótímabundið. Raunin er sú að allir eru óánægðir og óvíst er hvort tekst að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Náist það þó bíður sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta hvort staðfesta eigi lögin, eða vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og um 30 þúsund manns hafa nú þegar krafist með undirskrift sinni.
Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira