Grundartangi og Hvalfjörður Bubbi Morthens skrifar 1. maí 2015 07:00 Hvalfjörðurinn þótti fagur og þykir sumum enn. Þó er sá ljóður á að þar blasir ævinlega við, hvort sem sól skín í heiði eða ekki, stór verksmiðja sem spýr eitruðum lofttegundum út í andrúmsloftið. Á veturna er ljósadýrðin slík að það mætti halda að í firðinum væri risið lítið fallegt þorp þar sem farsældin ein réði ríkjum. En láttu ekki blekkjast. Þetta er í raun jólaþorp frá helvíti. Nú hafa Faxaflóahafnir girt sig í brók og Dagur B. Eggertsson skrifað undir samning við hið dásamlega græna fyrirtæki Silicor sem ætlar sér að vera með, að manni skilst, lífræna framleiðslu í Hvalfirði við hliðina á jólaþorpinu úr neðra. Þannig að þá verða tvær mengandi eiturspúandi verksmiðjur sem sjá til þess að börnin okkar, sem kjósa að leika sér utandyra hér í Kjósinni og líka í henni Reykjavík, fái eitthvað hollt ofan í lungnabelgina sína smáu. Að ég tali nú ekki um dýrin í sveitinni, þau munu og hafa auðvitað lengi verið að safna í kjötið sitt og mjólkina bætiefnum sem gerir afurðina einstaklega græna og eftirsóknarverða. Það má minna á að dásamlegu grænu verksmiðjurnar tvær á Grundartanga, sem eru þar nú þegar, störfuðu lengi á undanþágu með samþykki Umhverfisstofnunar, en það þýðir mengun eftir „þörfum“ fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Faxaflóahafna hugsað sér að Silicor Materials starfi á svipaðri undanþágu? Gaman væri að vita það. Reykjavík er umkringd mengandi verksmiðjum. Nægir að nefna Straumsvík og Hellisheiðarvirkjun, sem er svo mengandi að nú heyrast raddir um möguleg dauðsföll af þeim völdum. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar heilluðust af hugmyndinni um tækni við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. VSÓ var ráðgjafi Reykjavíkurborgar varðandi virkjunina en þar fer fram afar umdeild tilraunastarfsemi sem nú veldur gríðarlegum vandræðum. YFIR BORGINNI LIGGJA HVAÐ EFTIR ANNAÐ MENGANDI LOFTTEGUNDIR frá þessum verksmiðjum. Menguð ruslakista Er það þetta sem ungir foreldrar kjósa börnum sínum? Verksmiðjur sem fá að mæla sína mengun sjálfar? Okkur er talin trú um að allt sé þetta frábært og í besta lagi en við sem búum við hliðina á þeim höfum séð á næturnar þegar þeir sleppa viðbjóðnum út. Það að Dagur B. Eggertsson og Faxafólahafnir – já, þú last þetta rétt, fóla – hafi tekið þá ákvörðun að gera Hvalfjörð að mengaðri ruslakistu er með ólíkindum. Að fólk skuli telja sig þess umkomið að taka ákvörðun sem þessa og hleypa einu umdeildasta fyrirtæki heims með frjálsar hendur í Hvalfjörðinn er í besta falli heimska, en því miður þá liggur eitthvað annað en heimska að baki, að ég tel. Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“ sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað fullkomið hlutleysi. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða talið að hann skipti ekki máli. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi má velta fyrir sér hverju við megum eiga von á síðar. Við álbræðslu er flúor nauðsynlegur og við hreinsun kísils er notað brætt ál. Geta Faxaflóahafnir og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson – ég vil halda honum inni, hann skrifaði undir samninginn – lagt á borðið fullnægjandi sannanir fyrir því að Silicor Materials muni ekki losa flúor út í andrúmsloftið? Ég hvet alla, ekki bara íbúa í Hvalfirði og Kjós heldur alla íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að rísa upp og mótmæla. Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvalfjörðurinn þótti fagur og þykir sumum enn. Þó er sá ljóður á að þar blasir ævinlega við, hvort sem sól skín í heiði eða ekki, stór verksmiðja sem spýr eitruðum lofttegundum út í andrúmsloftið. Á veturna er ljósadýrðin slík að það mætti halda að í firðinum væri risið lítið fallegt þorp þar sem farsældin ein réði ríkjum. En láttu ekki blekkjast. Þetta er í raun jólaþorp frá helvíti. Nú hafa Faxaflóahafnir girt sig í brók og Dagur B. Eggertsson skrifað undir samning við hið dásamlega græna fyrirtæki Silicor sem ætlar sér að vera með, að manni skilst, lífræna framleiðslu í Hvalfirði við hliðina á jólaþorpinu úr neðra. Þannig að þá verða tvær mengandi eiturspúandi verksmiðjur sem sjá til þess að börnin okkar, sem kjósa að leika sér utandyra hér í Kjósinni og líka í henni Reykjavík, fái eitthvað hollt ofan í lungnabelgina sína smáu. Að ég tali nú ekki um dýrin í sveitinni, þau munu og hafa auðvitað lengi verið að safna í kjötið sitt og mjólkina bætiefnum sem gerir afurðina einstaklega græna og eftirsóknarverða. Það má minna á að dásamlegu grænu verksmiðjurnar tvær á Grundartanga, sem eru þar nú þegar, störfuðu lengi á undanþágu með samþykki Umhverfisstofnunar, en það þýðir mengun eftir „þörfum“ fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Faxaflóahafna hugsað sér að Silicor Materials starfi á svipaðri undanþágu? Gaman væri að vita það. Reykjavík er umkringd mengandi verksmiðjum. Nægir að nefna Straumsvík og Hellisheiðarvirkjun, sem er svo mengandi að nú heyrast raddir um möguleg dauðsföll af þeim völdum. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar heilluðust af hugmyndinni um tækni við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. VSÓ var ráðgjafi Reykjavíkurborgar varðandi virkjunina en þar fer fram afar umdeild tilraunastarfsemi sem nú veldur gríðarlegum vandræðum. YFIR BORGINNI LIGGJA HVAÐ EFTIR ANNAÐ MENGANDI LOFTTEGUNDIR frá þessum verksmiðjum. Menguð ruslakista Er það þetta sem ungir foreldrar kjósa börnum sínum? Verksmiðjur sem fá að mæla sína mengun sjálfar? Okkur er talin trú um að allt sé þetta frábært og í besta lagi en við sem búum við hliðina á þeim höfum séð á næturnar þegar þeir sleppa viðbjóðnum út. Það að Dagur B. Eggertsson og Faxafólahafnir – já, þú last þetta rétt, fóla – hafi tekið þá ákvörðun að gera Hvalfjörð að mengaðri ruslakistu er með ólíkindum. Að fólk skuli telja sig þess umkomið að taka ákvörðun sem þessa og hleypa einu umdeildasta fyrirtæki heims með frjálsar hendur í Hvalfjörðinn er í besta falli heimska, en því miður þá liggur eitthvað annað en heimska að baki, að ég tel. Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“ sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað fullkomið hlutleysi. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða talið að hann skipti ekki máli. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi má velta fyrir sér hverju við megum eiga von á síðar. Við álbræðslu er flúor nauðsynlegur og við hreinsun kísils er notað brætt ál. Geta Faxaflóahafnir og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson – ég vil halda honum inni, hann skrifaði undir samninginn – lagt á borðið fullnægjandi sannanir fyrir því að Silicor Materials muni ekki losa flúor út í andrúmsloftið? Ég hvet alla, ekki bara íbúa í Hvalfirði og Kjós heldur alla íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að rísa upp og mótmæla. Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun