Fáum við betri upplýsingar um gengislán? Ólafur Stephensen skrifar 22. apríl 2015 07:00 Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa dregið í efa tölur í úttekt, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um stöðu gengistryggðra lána bankanna, sem enn eru í ágreiningi. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú bankar og lántakendur eru enn að takast á um 547 milljarða króna. Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun. Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega. Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama. Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram. Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum. Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa dregið í efa tölur í úttekt, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um stöðu gengistryggðra lána bankanna, sem enn eru í ágreiningi. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú bankar og lántakendur eru enn að takast á um 547 milljarða króna. Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun. Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega. Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama. Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram. Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum. Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun