Innlent

Allir geta sent inn umsögn

kolbeinn óttarsson proppé skrifar
Hver sem er getur sent inn umsögn um mál sem eru í meðförum þingnefnda.
Hver sem er getur sent inn umsögn um mál sem eru í meðförum þingnefnda.
Það vita það kannski ekki allir, en almenningur getur, jafnt á við hagsmunaaðila, sent inn umsagnir um þau þingmál sem nefndir leita eftir umsögnum um. Líkt og farið hefur verið yfir áður hér í Þingsjá er ferli mála þannig að eftir fyrstu umræðu er þeim vísað til nefndar. Nefndin kallar síðan eftir umsögnum og kallar sérfræðinga á sinn fund eftir þörfum.

Á vef Alþingis má finna lista yfir þau mál sem eru í umsagnarferli og hvenær frestur rennur út. Þar kemur fram að meginreglan sé sú að aðgangur að erindum til nefnda sé öllum heimill.

Með öðrum orðum getur hver sem er komið athugasemdum sínum á framfæri í umsögnum til þingnefnda og reynt þannig að hafa áhrif á lagasetningu. Eins og sjá má hér til hliðar eru 14 mál í umsagnarferli nú um stundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×