Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. maí 2025 12:53 Fundur JEF ríkjanna í gær í Osló. JEF Oslo Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. „Góður fundur í Osló í kvöld með leiðtogum bandalagsríkja. Ræddum meðal annars símleiðis við bæði forseta Bandaríkjanna og Úkraínu um mikilvægi þess að þrýsta á að Rússar fallist á að samþykkja og virða 30 daga vopnahlé. Það er nauðsynleg forsenda friðar,“ sagði Kristrún um fundinn á Facebook-síðu sinni í gær. Þar kom einnig fram að í dag verði formleg dagskrá í Osló þar sem verður meðal umræðuefna staða öryggis- og varnarmála í Norður-Atlantshafi. „Þessi JEF-ríki eru Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Bretland og Holland sem eru öll í NATO á þessum tímapunkti. Þessi hópur var stofnaður þegar hluti þessara ríkja var ekki í NATO en við erum að reyna að nýta bolkraft okkar til að sinna vörnum betur á þessu svæði sem er svo mikilvægt, meðal annars í Norður-Atlantshafi,“ segir Kristrún en rætt var við hana um fundinn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Fulltrúar JEF-ríkjanna ræða við Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu.Forsætisráðuneyti Noregs Áhersla á Úkraínu Hún segir að áhersla hafi verið lögð á Úkraínu á fundinum og að Volodomír Selenskíj hafi verið viðstaddur fund ríkjanna í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Við áttum líka áhugavert samtal við Bandaríkjaforseta og Selenskíj í gærkvöldi í óformlegum kvöldverði,“ segir Kristrún og að það sé verið að auka þrýsting á vopnahlé í Úkraínu. Hún telur að það hafi áhrif að hópurinn standi þétt saman. Skilaboðin séu skýr og eftir samtalið hafi „ákveðnar hreyfingar“ farið af stað.“ „…og líka auðvitað eftir samtal Bandaríkja forseta við Úkraínumenn. Þannig þetta auðvitað skiptir gríðarmiklu máli og að við höldum áfram stuðningi.“ Kristrún ávarpaði blaðamannafund í dag.Forsætisráðuneyti Noregs Mikilvægt að gæta varna að norðan líka Kristrún segir að á fundi ríkjanna sé þó einnig verið að ræða um mikilvægi sameiginlegra viðbragðssveita sem JEF sé á Norðurslóðum eða Norður-Atlantshafi. Það sé ekki aðeins gætt að vörnum vegna ógna í Eystrasalti heldur líka að norðan. „Að við séum að nýta okkar krafta, og okkar getu meðal annars á Íslandi, til að styrkja þetta svæði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Góður fundur í Osló í kvöld með leiðtogum bandalagsríkja. Ræddum meðal annars símleiðis við bæði forseta Bandaríkjanna og Úkraínu um mikilvægi þess að þrýsta á að Rússar fallist á að samþykkja og virða 30 daga vopnahlé. Það er nauðsynleg forsenda friðar,“ sagði Kristrún um fundinn á Facebook-síðu sinni í gær. Þar kom einnig fram að í dag verði formleg dagskrá í Osló þar sem verður meðal umræðuefna staða öryggis- og varnarmála í Norður-Atlantshafi. „Þessi JEF-ríki eru Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Bretland og Holland sem eru öll í NATO á þessum tímapunkti. Þessi hópur var stofnaður þegar hluti þessara ríkja var ekki í NATO en við erum að reyna að nýta bolkraft okkar til að sinna vörnum betur á þessu svæði sem er svo mikilvægt, meðal annars í Norður-Atlantshafi,“ segir Kristrún en rætt var við hana um fundinn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Fulltrúar JEF-ríkjanna ræða við Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu.Forsætisráðuneyti Noregs Áhersla á Úkraínu Hún segir að áhersla hafi verið lögð á Úkraínu á fundinum og að Volodomír Selenskíj hafi verið viðstaddur fund ríkjanna í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Við áttum líka áhugavert samtal við Bandaríkjaforseta og Selenskíj í gærkvöldi í óformlegum kvöldverði,“ segir Kristrún og að það sé verið að auka þrýsting á vopnahlé í Úkraínu. Hún telur að það hafi áhrif að hópurinn standi þétt saman. Skilaboðin séu skýr og eftir samtalið hafi „ákveðnar hreyfingar“ farið af stað.“ „…og líka auðvitað eftir samtal Bandaríkja forseta við Úkraínumenn. Þannig þetta auðvitað skiptir gríðarmiklu máli og að við höldum áfram stuðningi.“ Kristrún ávarpaði blaðamannafund í dag.Forsætisráðuneyti Noregs Mikilvægt að gæta varna að norðan líka Kristrún segir að á fundi ríkjanna sé þó einnig verið að ræða um mikilvægi sameiginlegra viðbragðssveita sem JEF sé á Norðurslóðum eða Norður-Atlantshafi. Það sé ekki aðeins gætt að vörnum vegna ógna í Eystrasalti heldur líka að norðan. „Að við séum að nýta okkar krafta, og okkar getu meðal annars á Íslandi, til að styrkja þetta svæði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira