Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. maí 2025 21:56 Ras J. Baraka, borgarstjóri Newark, mótmælir fyrir utan Delaney Hall. AP Borgarstjóri í Bandaríkjunum var handtekinn af alríkisembættismönnum á mótmælum. Hann var að mótmæla opnun nýrrar varðhaldsstöðvar fyrir innflytjendur í borginni sinni. Ras J. Baraka, borgarstjóri Newark í New Jersey, var forsprakki mótmælanna fyrir utan Delaney Hall en þar á að vista allt að þúsund innflytjendur. Yfirvöld í Newark segja GEO Group, eigendur varðhaldsstöðvarinnar, brjóta lög borgarinnar þar sem þeir höfðu ekki tilskyld leyfi. Baraka hóf mótmælin á þriðjudag og mætti aftur á miðvikudag og föstudag þar sem hann bað um aðgang að byggingunni. Alina Habba, lögfræðingur Donalds Trump og bráðabirgða saksóknari í New Jersey greindi frá handtöku Baraka á samfélagsmiðlum. Þar sagði Habba Baraka hafa farið inn á lóðina í leyfisleysi og hundsað skipanir lögreglumanna á svæðinu. „Hann kaus sjálfur að lítilsvirða lögin. Það gengur ekki í þessu fylki. Hann hefur verið færður í gæsluvarðhald. ENGINN ER YFIR LÖGIN HAFINN,“ skrifar Habba. Nálægð flugvallar skipti máli Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerði fimmtán ára samning upp á einn milljarð dollara, rúmir 130 milljarðar íslenskra króna, við GEO Group um að breyta Delaney Hall í varðhaldsstöð. Umfjöllun NYT segir nálægð byggingarinnar við stóran flugvöll lýsa áætlunum ríkisstjórnarinnar að auka brottflutning innflytjenda á norðaustur-svæði Bandaríkjanna. Frá valdatöku Trumps hefur hann sent ótalmarga innflytjendur í Bandaríkjunum úr landi og margir þeirra verið sendir í fangelsi til El Salvador. Meðal þeirra er Abrego Garcia sem var ranglega sendur úr landi. Trump segist geta komið honum aftur til Bandaríkjanna, en ætli ekki að gera það. Bandaríkin Innflytjendamál Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ras J. Baraka, borgarstjóri Newark í New Jersey, var forsprakki mótmælanna fyrir utan Delaney Hall en þar á að vista allt að þúsund innflytjendur. Yfirvöld í Newark segja GEO Group, eigendur varðhaldsstöðvarinnar, brjóta lög borgarinnar þar sem þeir höfðu ekki tilskyld leyfi. Baraka hóf mótmælin á þriðjudag og mætti aftur á miðvikudag og föstudag þar sem hann bað um aðgang að byggingunni. Alina Habba, lögfræðingur Donalds Trump og bráðabirgða saksóknari í New Jersey greindi frá handtöku Baraka á samfélagsmiðlum. Þar sagði Habba Baraka hafa farið inn á lóðina í leyfisleysi og hundsað skipanir lögreglumanna á svæðinu. „Hann kaus sjálfur að lítilsvirða lögin. Það gengur ekki í þessu fylki. Hann hefur verið færður í gæsluvarðhald. ENGINN ER YFIR LÖGIN HAFINN,“ skrifar Habba. Nálægð flugvallar skipti máli Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerði fimmtán ára samning upp á einn milljarð dollara, rúmir 130 milljarðar íslenskra króna, við GEO Group um að breyta Delaney Hall í varðhaldsstöð. Umfjöllun NYT segir nálægð byggingarinnar við stóran flugvöll lýsa áætlunum ríkisstjórnarinnar að auka brottflutning innflytjenda á norðaustur-svæði Bandaríkjanna. Frá valdatöku Trumps hefur hann sent ótalmarga innflytjendur í Bandaríkjunum úr landi og margir þeirra verið sendir í fangelsi til El Salvador. Meðal þeirra er Abrego Garcia sem var ranglega sendur úr landi. Trump segist geta komið honum aftur til Bandaríkjanna, en ætli ekki að gera það.
Bandaríkin Innflytjendamál Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira