Misskilningur í postulínsbúðinni Ólafur Stephensen skrifar 5. mars 2015 07:00 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun