"Beckham sýndi sitt rétta eðli“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2015 15:30 Beckham hafði betur gegn Norman undir lok leiksins og jafnaði metin með þessu snertimarki. Vísir/Getty Ein af áhugaverðustu rimmum helgarinnar í NFL-deildinni var barátta útherjans Odell Beckham yngri og bakvarðarins Josh Norman. Báðir hafa verið meðal bestu leikmanna deildarinnar í sínum stöðum og var eftirvæntingin fyrir viðureign liða þeirra, New York Giants og Carolina Panthers, gríðarleg. Rimma þeirra olli ekki vonbrigðum. Beckham, sem hefur skilað mögnuðum tölum á sínum unga ferli í deildinni, greip ekki bolta í fyrri hálfleik og átti erfitt uppdráttar framan af síðari hálfleik sömuleiðis. Carolina, sem er eina liðið í deildinni sem hafði unnið alla leiki sína fyrir helgina, komst 28 stigum yfir og virtist ætla að rúlla einfaldlega yfir risana frá New York. Beckham réði þar að auki engan veginn við skapið sitt og gekk meira að segja svo langt að bæði slá til Norman og skalla hann með hjálminum. „Maðurinn hljóp fimmtán jarda til þess eins að að ráðast á höfuðið mitt. Svona hagaði hann sér allan leikinn,“ sagði Norman sem var þó ekki saklaus sjálfur og svaraði nokkrum sinnum fyrir sig. „Ég vona að ég hafi náð að draga grímuna frá og að rétta eðli hans hafi komið í ljós,“ bætti bakvörðurinn við.Þeir Norman og Beckham eru engir mátar.Vísir/GettyÓtrúleg endurkoma Giants náði þrátt fyrir allt að koma til baka og jafna leikinn þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Og auðvitað vaknaði Beckham til lífsins þegar mest á reyndi og skoraði snertimarkið sem jafnaði leikinn. Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, sýndi þá hvers hann er megnugur og kom liði sínu nægilega langt til að gefa sparkaranum Graham Gano færi á að tryggja liðinu sigur með vallarmarki, sem og hann gerði. Niðurstaðan því 38-35 sigur Panthers. Eftir leik neitaði Beckham, sem missti galopna sendingu fyrir löngu snertimarki í fyrri hálfleik, að mestu að svara spurningum blaðamanna um rimmu sína við Norman. Það er þó ljóst að hann var heppinn að hafa ekki verið rekinn af velli en þjálfari Giants, Tom Coughlin, sagðist hafa íhugað að taka Beckham út af vegna hegðunar hans. Það gerði hann þó ekki. Carolina er aðeins fjórða liðið í sögu NFL-deildarinnar til að vinna fjórtán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Öll hin þrjú liðin komust í úrslitaleikinn, Super Bowl, en aðeins eitt þeirra - Miami Dolphins árið 1972 - varð meistari. Liðið er öruggt með annað efstu tveggja sætanna í Þjóðardeildinni (NFC) og þar er ljóst að liðið situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í janúar. Arizona Cardinals (12-2) er á góðri leið með að vera hitt liðið sem fær frí í fyrstu umferðinni.Russell Wilson hefur verið magnaður í síðustu leikjum Seattle.Vísir/GettyFer að komast mynd á úrslitakeppnina Sigurvegarar allra riðlanna í báðum deildum, alls átta, komast í úrslitakeppnina ásamt tveimur bestu liðunum úr hvorri deild, alls fjórum (Wild Card-lið). Green Bay Packers og Minnesota Vikings unnu leiki sína og eru enn að berjast um sigurinn í norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Green Bay hefur unnið tíu leiki og er öruggt áfram í úrslitakeppnina en Minnesota, sem hefur unnið níu, stendur vel að vígi í baráttunni um Wild Card-sæti. Hið sama á við um Seattle sem er eitt heitasta lið deildarinnar um þessar mundir og hefur unnið alls níu leiki, eftir að hafa rólega af stað. Liðið á þó ekki lengur möguleika á efsta sætinu í sínum riðli, þar sem Arizona tryggði sér í gær sigur í vesturriðlinum. Mesta spennan er í austurriðlinum en þar er Washington, sem vann Buffalo á heimavelli í gær, efst með sjö sigra. Giants og Philadelphia koma þó næst með sex sigra og eiga enn möguleika á að ná efsta sætinu og þar með sæti í úrslitakeppninni.New England heldur áfram að vinna leiki með leikstjórnandanum Tom Brady þrátt fyrir tíð meiðsli lykilmanna í sókn.Vísir/GettyÍ Ameríkudeildinni (AFC) standa sem fyrr New England (12-2), Cincinnati (11-3) og Denver (10-4) vel að vígi sem efstu lið sinna riðla en tvö fyrstnefndu eru örugg áfram í úrslitakeppnina. Mikil spenna er um Wild Card-sætin tvö í deildinni en þrjú lið, New York Jets, Pittsburgh og Kansas City, hafa öll unnið níu leiki og berjast um þau. Houston er svo efst í suðurriðli AFC-deildarinnar með sjö sigra en Indianapolis (6-8) og Jacksonville (5-9) eru þó enn á lífi þar. Tvær vikur eru eftir af deildakeppninni að henni lokinni tekur úrslitakeppnin við.Staðan í deildinniÚrslit helgarinnar: Dallas - New York Jets 16-19 Baltimore - Kansas City 14-34 Indianapolis - Houston 10-16 Jacksonville - Atlanta 17-23 Minnesota - Chicago 38-17 New England - Tennessee 33-16 New York Giants - Carolina 35-38 Washington - Buffalo 35-25 Oakland - Green Bay 20-30 Seattle - Cleveland 30-13 Pittsburgh - Denver 34-27 San Diego - Miami 30-14 San Francisco - Cincinnati 14-24 Phildelphia - Arizona 17-40 NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira
Ein af áhugaverðustu rimmum helgarinnar í NFL-deildinni var barátta útherjans Odell Beckham yngri og bakvarðarins Josh Norman. Báðir hafa verið meðal bestu leikmanna deildarinnar í sínum stöðum og var eftirvæntingin fyrir viðureign liða þeirra, New York Giants og Carolina Panthers, gríðarleg. Rimma þeirra olli ekki vonbrigðum. Beckham, sem hefur skilað mögnuðum tölum á sínum unga ferli í deildinni, greip ekki bolta í fyrri hálfleik og átti erfitt uppdráttar framan af síðari hálfleik sömuleiðis. Carolina, sem er eina liðið í deildinni sem hafði unnið alla leiki sína fyrir helgina, komst 28 stigum yfir og virtist ætla að rúlla einfaldlega yfir risana frá New York. Beckham réði þar að auki engan veginn við skapið sitt og gekk meira að segja svo langt að bæði slá til Norman og skalla hann með hjálminum. „Maðurinn hljóp fimmtán jarda til þess eins að að ráðast á höfuðið mitt. Svona hagaði hann sér allan leikinn,“ sagði Norman sem var þó ekki saklaus sjálfur og svaraði nokkrum sinnum fyrir sig. „Ég vona að ég hafi náð að draga grímuna frá og að rétta eðli hans hafi komið í ljós,“ bætti bakvörðurinn við.Þeir Norman og Beckham eru engir mátar.Vísir/GettyÓtrúleg endurkoma Giants náði þrátt fyrir allt að koma til baka og jafna leikinn þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Og auðvitað vaknaði Beckham til lífsins þegar mest á reyndi og skoraði snertimarkið sem jafnaði leikinn. Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, sýndi þá hvers hann er megnugur og kom liði sínu nægilega langt til að gefa sparkaranum Graham Gano færi á að tryggja liðinu sigur með vallarmarki, sem og hann gerði. Niðurstaðan því 38-35 sigur Panthers. Eftir leik neitaði Beckham, sem missti galopna sendingu fyrir löngu snertimarki í fyrri hálfleik, að mestu að svara spurningum blaðamanna um rimmu sína við Norman. Það er þó ljóst að hann var heppinn að hafa ekki verið rekinn af velli en þjálfari Giants, Tom Coughlin, sagðist hafa íhugað að taka Beckham út af vegna hegðunar hans. Það gerði hann þó ekki. Carolina er aðeins fjórða liðið í sögu NFL-deildarinnar til að vinna fjórtán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Öll hin þrjú liðin komust í úrslitaleikinn, Super Bowl, en aðeins eitt þeirra - Miami Dolphins árið 1972 - varð meistari. Liðið er öruggt með annað efstu tveggja sætanna í Þjóðardeildinni (NFC) og þar er ljóst að liðið situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í janúar. Arizona Cardinals (12-2) er á góðri leið með að vera hitt liðið sem fær frí í fyrstu umferðinni.Russell Wilson hefur verið magnaður í síðustu leikjum Seattle.Vísir/GettyFer að komast mynd á úrslitakeppnina Sigurvegarar allra riðlanna í báðum deildum, alls átta, komast í úrslitakeppnina ásamt tveimur bestu liðunum úr hvorri deild, alls fjórum (Wild Card-lið). Green Bay Packers og Minnesota Vikings unnu leiki sína og eru enn að berjast um sigurinn í norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Green Bay hefur unnið tíu leiki og er öruggt áfram í úrslitakeppnina en Minnesota, sem hefur unnið níu, stendur vel að vígi í baráttunni um Wild Card-sæti. Hið sama á við um Seattle sem er eitt heitasta lið deildarinnar um þessar mundir og hefur unnið alls níu leiki, eftir að hafa rólega af stað. Liðið á þó ekki lengur möguleika á efsta sætinu í sínum riðli, þar sem Arizona tryggði sér í gær sigur í vesturriðlinum. Mesta spennan er í austurriðlinum en þar er Washington, sem vann Buffalo á heimavelli í gær, efst með sjö sigra. Giants og Philadelphia koma þó næst með sex sigra og eiga enn möguleika á að ná efsta sætinu og þar með sæti í úrslitakeppninni.New England heldur áfram að vinna leiki með leikstjórnandanum Tom Brady þrátt fyrir tíð meiðsli lykilmanna í sókn.Vísir/GettyÍ Ameríkudeildinni (AFC) standa sem fyrr New England (12-2), Cincinnati (11-3) og Denver (10-4) vel að vígi sem efstu lið sinna riðla en tvö fyrstnefndu eru örugg áfram í úrslitakeppnina. Mikil spenna er um Wild Card-sætin tvö í deildinni en þrjú lið, New York Jets, Pittsburgh og Kansas City, hafa öll unnið níu leiki og berjast um þau. Houston er svo efst í suðurriðli AFC-deildarinnar með sjö sigra en Indianapolis (6-8) og Jacksonville (5-9) eru þó enn á lífi þar. Tvær vikur eru eftir af deildakeppninni að henni lokinni tekur úrslitakeppnin við.Staðan í deildinniÚrslit helgarinnar: Dallas - New York Jets 16-19 Baltimore - Kansas City 14-34 Indianapolis - Houston 10-16 Jacksonville - Atlanta 17-23 Minnesota - Chicago 38-17 New England - Tennessee 33-16 New York Giants - Carolina 35-38 Washington - Buffalo 35-25 Oakland - Green Bay 20-30 Seattle - Cleveland 30-13 Pittsburgh - Denver 34-27 San Diego - Miami 30-14 San Francisco - Cincinnati 14-24 Phildelphia - Arizona 17-40
NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira