Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir þá sem þáðu aðstoð í ár hafa getað valið úr glæsilegum fatnaði og gjöfum frá sjálfboðaliðum. Fréttablaðið/GVA „Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“ Jólafréttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“
Jólafréttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira