Gleðileg jól við fallega skreytt jólatréð 24. desember 2015 18:15 Hugfanginn Arnar Ingi sat heillengi og dáðist að jólatrénu sem hann fékk að skreyta alveg sjálfur. mynd/heiðar örn jónsson Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna, og nokkrar fleiri til, fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Heiðar Örn Jónsson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Heiðars er af tveggja ára syni hans, Arnari Inga, þar sem hann horfir einlægum aðdáunaraugum á skreytt jólatré fjölskyldunnar. Í verðlaun fær Heiðar Örn glæsilega Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum. „Við leyfðum honum alfarið að sjá um að skreyta jólatréð og svo settist hann þarna sjálfur. Hann var búinn að sitja svona í smá stund þegar ég ákvað að grípa í myndavélina. Þetta var algjörlega spontant,“ segir Heiðar Örn. Hann er Hvanneyringur en býr á Selfossi ásamt konu sinni Selmu Ágústsdóttur og sonum þeirra tveimur. Arnar Ingi er mikið jólabarn sem og bróðir hans Sigurður Örn. Heiðar segist ekki vera mikill ljósmyndari. „Ég er aðallega að taka myndir af okkur fjölskyldunni, en ég hef mjög gaman af þessu.“ Alls bárust hátt í 400 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Lesendur gátu kosið milli mynda á Vísi og hefur dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Fanneyju Birnu Jónsdóttur og Kolbeini Tuma Daðasyni aðstoðarritstjórum og Pjetri Sigurðssyni ljósmyndara.Mynd Óla Hauks Mýrdal af dóttur hans fyrir jólin þykir einkar falleg og kom sterklega til greina.mynd/Óli Haukur MýrdalÞessi fallega mynd er tekin við Elliðavatn.mynd/Kristvin GuðmundssonThelma Harðardótitr og hesturinn Albína frá Möðrufellimynd/Albína Liga LiepinaÞessi systkini bræddu hjörtu landsmanna þar sem þau faðma hvort annað í hvítum jólasnjó. Myndin var vinsælust meðal lesenda Vísis í jólaljósmyndakeppninni.mynd/rán bjargardóttirmynd/marín manda magnúsdóttirmynd/kamma dögg gísladóttirmynd/stefán hilmarsson Jólafréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna, og nokkrar fleiri til, fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Heiðar Örn Jónsson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Heiðars er af tveggja ára syni hans, Arnari Inga, þar sem hann horfir einlægum aðdáunaraugum á skreytt jólatré fjölskyldunnar. Í verðlaun fær Heiðar Örn glæsilega Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum. „Við leyfðum honum alfarið að sjá um að skreyta jólatréð og svo settist hann þarna sjálfur. Hann var búinn að sitja svona í smá stund þegar ég ákvað að grípa í myndavélina. Þetta var algjörlega spontant,“ segir Heiðar Örn. Hann er Hvanneyringur en býr á Selfossi ásamt konu sinni Selmu Ágústsdóttur og sonum þeirra tveimur. Arnar Ingi er mikið jólabarn sem og bróðir hans Sigurður Örn. Heiðar segist ekki vera mikill ljósmyndari. „Ég er aðallega að taka myndir af okkur fjölskyldunni, en ég hef mjög gaman af þessu.“ Alls bárust hátt í 400 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Lesendur gátu kosið milli mynda á Vísi og hefur dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Fanneyju Birnu Jónsdóttur og Kolbeini Tuma Daðasyni aðstoðarritstjórum og Pjetri Sigurðssyni ljósmyndara.Mynd Óla Hauks Mýrdal af dóttur hans fyrir jólin þykir einkar falleg og kom sterklega til greina.mynd/Óli Haukur MýrdalÞessi fallega mynd er tekin við Elliðavatn.mynd/Kristvin GuðmundssonThelma Harðardótitr og hesturinn Albína frá Möðrufellimynd/Albína Liga LiepinaÞessi systkini bræddu hjörtu landsmanna þar sem þau faðma hvort annað í hvítum jólasnjó. Myndin var vinsælust meðal lesenda Vísis í jólaljósmyndakeppninni.mynd/rán bjargardóttirmynd/marín manda magnúsdóttirmynd/kamma dögg gísladóttirmynd/stefán hilmarsson
Jólafréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira