Agnarsmár jólakálfur undir Eyjafjöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2015 13:45 Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind. Jólafréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind.
Jólafréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira