Biskup forfallaðist vegna flensu: Jólahátíðin kemur til allra Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2015 12:57 "Það er dálítið merkilegt að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“ Vísir/Vilhlem Þúsundir manna sækja hátíðarmessur í kirkjum landsins í dag. Biskup Íslands átti að predika í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun en forfallaðist vegna skæðrar flensu. Hún segir jólin koma til allra. Góð kirkjusókn var í gær aðfangadag en það er margra siður að fara í miðnæturmessur á þeim degi. En það er líka messað alls staðar um land í dag, bæði í morgun og eftir hádegi. Til að mynda verður hátíðarmessa í Hallgrímskikrju klukkan tvö. Til stóð að Agnes M. Sigurðardóttir biskub Íslands predikaði að venju í dómkirkjunni í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. „En ég ligg bara hérna í bælinu í pest, er aðeins komin með röddina aftur,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Það má því kannski segja að vegir guðs séu órannsakanlegir? „Já, það má segja það,“ segir Agnes.Miklar annir hjá prestum landsins Agnes segir jóladagana eðilega vera annasama hjá prestum Þjóðkirkjunnar enda sé kirkjusókn alla jafna mikil yfir hátíðardagana. „Já, og prestar landsins, þeir sem komast fyrir ófærð og óveðri ef það er, eru úti um allt að koma sér á milli staða og messa. Það er yfirleitt mikið að gera á jólum. Prestar í dreifbýlinu hafa fleiri en eina kirkju, allt upp í átta eða níu kirkjur þeir sem flestar hafa.“ Biskup segir jólin eðli málsins samkvæmt eina mikilvægustu hátíð kristinna manna og flest starfsemi sem hægt sé að leggja niður sé lögð niður í dag. „Það er dálítið merkilegt líka að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“Vopnahlé í Víetnam Og Agnesi er í þessu samhengi hugsað til eldhúss æsku sinnar heima á Ísafirði þar sem faðir hennar séra Sigurður Kristjánsson var sóknarprestur í langan tíma. „Ég man eftir því þegar ég var krakki og Víetnamstríðið í algleymingi, það er sterkt í barnsminningunni, að það væri vopnahlé á jóladag. Þetta situr í minni mínu því það var alltaf hlustað á hádegisfréttirnar yfir hádegismatnum. Þannig að hátíðin kemur til allra, alveg sama við hvernig aðstæður þeir búa.“ Jólafréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þúsundir manna sækja hátíðarmessur í kirkjum landsins í dag. Biskup Íslands átti að predika í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun en forfallaðist vegna skæðrar flensu. Hún segir jólin koma til allra. Góð kirkjusókn var í gær aðfangadag en það er margra siður að fara í miðnæturmessur á þeim degi. En það er líka messað alls staðar um land í dag, bæði í morgun og eftir hádegi. Til að mynda verður hátíðarmessa í Hallgrímskikrju klukkan tvö. Til stóð að Agnes M. Sigurðardóttir biskub Íslands predikaði að venju í dómkirkjunni í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. „En ég ligg bara hérna í bælinu í pest, er aðeins komin með röddina aftur,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Það má því kannski segja að vegir guðs séu órannsakanlegir? „Já, það má segja það,“ segir Agnes.Miklar annir hjá prestum landsins Agnes segir jóladagana eðilega vera annasama hjá prestum Þjóðkirkjunnar enda sé kirkjusókn alla jafna mikil yfir hátíðardagana. „Já, og prestar landsins, þeir sem komast fyrir ófærð og óveðri ef það er, eru úti um allt að koma sér á milli staða og messa. Það er yfirleitt mikið að gera á jólum. Prestar í dreifbýlinu hafa fleiri en eina kirkju, allt upp í átta eða níu kirkjur þeir sem flestar hafa.“ Biskup segir jólin eðli málsins samkvæmt eina mikilvægustu hátíð kristinna manna og flest starfsemi sem hægt sé að leggja niður sé lögð niður í dag. „Það er dálítið merkilegt líka að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“Vopnahlé í Víetnam Og Agnesi er í þessu samhengi hugsað til eldhúss æsku sinnar heima á Ísafirði þar sem faðir hennar séra Sigurður Kristjánsson var sóknarprestur í langan tíma. „Ég man eftir því þegar ég var krakki og Víetnamstríðið í algleymingi, það er sterkt í barnsminningunni, að það væri vopnahlé á jóladag. Þetta situr í minni mínu því það var alltaf hlustað á hádegisfréttirnar yfir hádegismatnum. Þannig að hátíðin kemur til allra, alveg sama við hvernig aðstæður þeir búa.“
Jólafréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira