Cleveland tapaði öðrum leiknum í röð þrátt fyrir stórleik LeBron Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 11:30 Anthony Davis leikur hér á Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers í leiknum í nótt. Vísir/getty Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers NBA Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers
NBA Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira