Innlent

Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Helgi Hrafn sagði að ræða Karls hefði fyllt hann ótta.
Helgi Hrafn sagði að ræða Karls hefði fyllt hann ótta. Vísir/Vilhelm

„Þegar landamæraeftirlit er hert er það ekki mótsögn við að koma vel fram við fólk,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, kapteinn Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og bætti við að það væri heldur ekki mótsögn við auka heimildir til að hleypa fólki inn í landið. 

Samkennd einhverskonar barnaskapur

„Nú hef ég miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem ég finn í samfélaginu að samkennd og skilningur, almennt að því virðist, þyki einhverskonar barnaskapur. Og það var ræða flutt hér áðan sem fyllti mig þessum ótta enn og aftur,“ sagði hann.

Sjá einnig: „Hreinlega óábyrgt“ að skoða ekki að auka landamæraeftirlit

Vísaði Helgi þar í ræðu Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, frá því fyrr á þingfundinum, þar sem hann sagði að skoða þyrfti að herða landamæraeftirlit. 

„Það að ætla að svara hryðjuverkaógninni með einhverskonar reiðdrifinni taugaveiklun, það er hættulegur barnaskapur,“ sagði hann. 

Þarf að skilja rót vandans

„Nú má vel vera að það þurfi að herða landamæraeftirlit en við þurfum líka að skilja rót vandans og rót vandans er ekki það að við séum ekki nógu hörð, eða nógu sterk eða nógu mikið í stríði,“ sagði Helgi Hrafn.

„Það er ekki vandinn, hann liggur annars staðar, og það er ábyrgðarhluti okkar, ef við ætlum að kalla okkur þroskað fólk, að skilja vandann sem við erum að reyna að leysa'.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×