Boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2015 19:00 Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra. Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira