Körfubolti

LeBron hetja Cleveland tveimur sekúndum fyrir leikslok | Myndbönd

Anton Ingi Leifson skrifar
LeBron fagnar körfunni í nótt.
LeBron fagnar körfunni í nótt. vísir/getty

Golden State Warriors voru ekki í neinum vandræðum með að leggja Sacramento Kings af velli í nótt, en lokatölur urðu 120-101. Þetta er átjándi sigurleikur Golden State í röð á tímabilinu, en þeir halda áfram að slá metið yfir flesta sigurleiki í röð.

Góður annar og þriðji leikhluti lögðu grunninn að sigri Golden State, en þeir leiddu 92-71 fyrir lokaleikhlutann. Því var formsatriði fyrir Golden State að klára leikinn sem vann að lokum 120-101. Stephen Curry gerði nítján stig fyrir meistarana, en Rudy Gay gerði 20 fyrir Sacramento.

Það var dramatík í Cleveland þar sem Brooklyn Nets voru í heimsókn. Staðan var jöfn 88-88 þegar fimmtán sekúndur voru eftir, en LeBron James tryggði Clevland sigur tveimur sekúndum fyrir leikslok. Loktaölur 90-88, en LeBro skoraði 26 stig í leiknum líkt og liðsfélagi sinn Kevin Love. Brook Lopez gerði 22 stig fyrir gestina.

Þetta var þrettándi tapleikur Brooklyn af sextán á leiktíðinni, en annar sigurleikur Cleveland í röð. Þeir hafa unnið þrettán og tapað fjórum leikjum það sem af er.

Það gengur hörmulega hjá Lakers sem tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð og þeim þrettánda leik á tímabilinu, en þeir töpuðu þá fyrir Portland á útivelli, 108-96. Kobe Bryant gerði 21 stig fyrir Lakers.

Öll úrslit næturinnar og myndbönd má sjá hér að neðan.

Öll úrslit næturinnar:

Toronto - Washington 84-82

Brooklyn - Cleveland 88-90

Denver - Dallas 81-92

Atlanta - San Antonio 88-108

New Orleans - Utah 87-101

LA Lakers - Portland 96-108

Sacramento - Golden State 101-120

Sigurkarfa LeBron: Topp-10 næturinnar: Rosaleg sirkus-karfa: 'No-look' sending!:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×