Tíu í röð hjá Golden State | Sjáðu allar körfunar hans Curry Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Steph Curry er búinn að vera truflað góður það sem af er tímabils. vísir/getty NBA-meistarar Golden State Warriors eru enn ósigraðir en liðið vann tíunda leikinn í röð í nótt þegar það lagði Minnesota Timberwolves að velli, 129-116, á útivelli. Stephen Curry, besti leikmaður síðustu leiktíðar, var í miklum ham í nótt og skoraði 46 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal tveimur boltum. Curry, sem virðist stundum gleyma að hann er að spila á móti bestu körfuboltamönnum heims, hitti úr 15 af 25 skotum sínum úr teignum og átta af þrettán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá hitti hann úr öllum átta vítaskotunum sínum. Draymond Green bætti við 23 stigum fyrir meistarana auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf tólf stoðsendingar en Andrew Wiggins var stigahæstur heimamanna með 19 stig. Allar körfur Currys: Miami Heat byrjar leiktíðina ágætlega en liðið vann sjötta leikinn af níu og þann fimmta af sex á heimavelli í nótt. Miami tók á móti Utah Jazz og vann eins stigs sigur eftir spennandi lokamínútur, 92-91. Chris Bosh er allur að koma til eftir meiðslin og skoraði 25 stig í nótt auk þess sem hann tók átta fráköst og varði fjögur skot. Tyler Johnson kom inn af bekknum og bætti við 17 stigum fyrir heimamenn en Derrick Flavors skoraði 25 stig fyrir Utah og Gordon Hayward skoraði 24 og tók ellefu fráköst. Vertu úti, segir Bosh við Hayward Los Angeles Clippers tapaði fyrir Phoenix Suns á útivelli, 118-114 og er nú með árangurinn 5-4 eftir níu leiki. Phoenix er búið að vinna fjóra og tapa fjórum. Bradon Knight átti stjörnuleik fyrir heimamenn og skoraði 37 stig, en hann hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum. Eric Bledsoe var svo grátlega nálægt þrennu með 26 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Hjá gestunum frá Los Angels var Jamal Crawford stigahæstur með 18 stig af bekknum en enginn í byrjunarliði Clippers skoraði meira en ellefu stig.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Utah Jazz 92-91 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 116-129 Phoenix Suns - LA Clippers 118-104Smá hollí hú-veisla hjá Golden State: NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors eru enn ósigraðir en liðið vann tíunda leikinn í röð í nótt þegar það lagði Minnesota Timberwolves að velli, 129-116, á útivelli. Stephen Curry, besti leikmaður síðustu leiktíðar, var í miklum ham í nótt og skoraði 46 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal tveimur boltum. Curry, sem virðist stundum gleyma að hann er að spila á móti bestu körfuboltamönnum heims, hitti úr 15 af 25 skotum sínum úr teignum og átta af þrettán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá hitti hann úr öllum átta vítaskotunum sínum. Draymond Green bætti við 23 stigum fyrir meistarana auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf tólf stoðsendingar en Andrew Wiggins var stigahæstur heimamanna með 19 stig. Allar körfur Currys: Miami Heat byrjar leiktíðina ágætlega en liðið vann sjötta leikinn af níu og þann fimmta af sex á heimavelli í nótt. Miami tók á móti Utah Jazz og vann eins stigs sigur eftir spennandi lokamínútur, 92-91. Chris Bosh er allur að koma til eftir meiðslin og skoraði 25 stig í nótt auk þess sem hann tók átta fráköst og varði fjögur skot. Tyler Johnson kom inn af bekknum og bætti við 17 stigum fyrir heimamenn en Derrick Flavors skoraði 25 stig fyrir Utah og Gordon Hayward skoraði 24 og tók ellefu fráköst. Vertu úti, segir Bosh við Hayward Los Angeles Clippers tapaði fyrir Phoenix Suns á útivelli, 118-114 og er nú með árangurinn 5-4 eftir níu leiki. Phoenix er búið að vinna fjóra og tapa fjórum. Bradon Knight átti stjörnuleik fyrir heimamenn og skoraði 37 stig, en hann hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum. Eric Bledsoe var svo grátlega nálægt þrennu með 26 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Hjá gestunum frá Los Angels var Jamal Crawford stigahæstur með 18 stig af bekknum en enginn í byrjunarliði Clippers skoraði meira en ellefu stig.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Utah Jazz 92-91 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 116-129 Phoenix Suns - LA Clippers 118-104Smá hollí hú-veisla hjá Golden State:
NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira