LeBron James og liðsfélagar hans í Cleveland Cavaliers töpuðu fyrsta leik tímabilsins á móti Chicago Bulls en tókst að svara því með að vinna næstu tvo.
Liðið fékk síðan frí um hrekkjavökuhelgina og það var því tími til að safna mönnum saman í skemmtilegt grímupartý.
Gervi LeBron James var metnaðarfullt því hann mætti sem tónlistarmaðurinn Prince og tók Purple Rain lagið fyrir framan liðsfélaga sína.
Mo Willams, leikmaður Cleveland Cavaliers var með myndavélina á lofti og setti fullt af myndum inn á Instagram-síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan.
Þar má líka sjá myndband hér fyrir ofan af tilþrifum LeBron James í hlutverki Prince.