Körfubolti

NBA-leikmanni ekki hleypt inn í skartgripabúð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henson í leik með Bucks.
Henson í leik með Bucks. vísir/getty
John Henson er leikmaður með NBA-liði Milwaukee Bucks. Vel stæður eftir því. Hann er líka blökkumaður eins og meirihluti leikmanna deildarinnar.

Starfsfólk í skartgripabúð í borg hans þekkir ekki vel til leikmannsins og virðist almennt ekki hafa trú á því að hörundslitað fólk hafi peninga á milli handanna.

Þegar Henson ætlaði að líta við í búðinni til þess að skoða armbandsúr var hurðinni einfaldlega skellt í lás og síðan hringt á lögregluna. Starfsfólkið virtist einfaldlega vera hrætt við Henson því það öskraði í gegnum rúðuna að hann ætti að koma sér í burtu ef hann vildi ekki lenda í klónum á löggunni.

Er lögreglan mætti á svæðið var hún einnig með fordóma í garð Henson. Var með spurningar um bílinn hans og virtist það koma löggunni á óvart að blökkumaður ætti fínan bíl.

Henson sagði að þessi reynsla hefði öll verið afar niðurlægjandi.

Eigandi skartgripaverslunarinnar mætti á æfingu Bucks daginn eftir og bað Henson innilega afsökunar á hegðun starfsfólksins.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×