Markaflóð í vatnaveröld Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 06:00 Íslensku stelpurnar hafa byrjað undankeppnina á tveimur sigurleikjum. Vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira