Tækifæri en ekki ógn Kolbeinn Árnason skrifar 7. október 2015 07:00 Velferð Íslendinga byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Íslendingar hafa þegar náð miklum árangri við að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi, reyndar svo miklum að litið er til greinarinnar sem fyrirmyndar í öðrum atvinnuvegum hér á landi og víða um heim. En betur má ef duga skal. Ýmis rök benda til þess að ástand hafsins sé að breytast mjög hratt til hins verra og að súrnun sjávar, hlýnun jarðar og fleiri umhverfisþættir komi til með að ógna lífríkinu í hafinu á komandi árum. Það er því mikilvægt að Íslendingar taki virkan þátt í alþjóðlegum áætlunum um að sporna við þessari þróun. Næsta alþjóðlega ráðstefna þar sem þjóðir heims leitast við að sameinast um alþjóðleg losunarmarkmið er í París í lok þessa árs. Í aðdraganda þessa væntanlega fundar í París hafa íslensk stjórnvöld tilkynnt um landsmarkmið Íslands í loftslagsmálum fram til ársins 2030. Miða þau að því að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar miðað við árið 1990. Um þetta fjallaði Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var í fyrsta skipti í síðustu viku. Í máli hans kom meðal annars fram að árið 1990 eða fyrir 25 árum notaði íslenskur sjávarútvegur 207 þúsund tonn af jarðefnaeldsneyti á fiskiskip og 61 þúsund tonn í annan fiskiðnað, aðallega í fiskimjölsverksmiðjum, eða samtals 270 þúsund tonn. Núverandi notkun sjávarútvegs á jarðefnaeldsneyti er um 200 þúsund tonn á ári og hefur því minnkað um tæp 70.000 tonn frá árinu 1990 m.a. vegna hagræðingar í greininni. Til að mæta nýjum áformum Íslendinga í loftslagsmálum þarf árleg olíunotkun sjávarútvegs að fara samtals niður í 160 þúsund tonn fyrir árið 2030. Sjávarútvegurinn þarf með öðrum orðum að minnka núverandi notkun sína á jarðefnaeldsneyti úr 200 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn eða um 40.000 tonn á næstu 15 árum. Leita þarf allra leiða til að draga enn frekar úr mengun svo sem með því að ljúka við að rafvæða fiskimjölsvinnslur. Eins og staðan er núna er það ekki hægt nema með frekari uppbyggingu flutningsgetu raforkukerfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa því að líta heildstætt á viðfangsefnið og setja sér sameiginleg markmið í umhverfismálum og vinna saman að því að þau náist. Það er því mikil áskorun fyrir sjávarútveginn sem og íslensku þjóðina að leita allra leiða til að draga úr mengun og ekki líta á umhverfisvernd sem ógn heldur tækifæri. Fátt sýnir það betur en íslenskur sjávarútvegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Velferð Íslendinga byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Íslendingar hafa þegar náð miklum árangri við að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi, reyndar svo miklum að litið er til greinarinnar sem fyrirmyndar í öðrum atvinnuvegum hér á landi og víða um heim. En betur má ef duga skal. Ýmis rök benda til þess að ástand hafsins sé að breytast mjög hratt til hins verra og að súrnun sjávar, hlýnun jarðar og fleiri umhverfisþættir komi til með að ógna lífríkinu í hafinu á komandi árum. Það er því mikilvægt að Íslendingar taki virkan þátt í alþjóðlegum áætlunum um að sporna við þessari þróun. Næsta alþjóðlega ráðstefna þar sem þjóðir heims leitast við að sameinast um alþjóðleg losunarmarkmið er í París í lok þessa árs. Í aðdraganda þessa væntanlega fundar í París hafa íslensk stjórnvöld tilkynnt um landsmarkmið Íslands í loftslagsmálum fram til ársins 2030. Miða þau að því að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar miðað við árið 1990. Um þetta fjallaði Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var í fyrsta skipti í síðustu viku. Í máli hans kom meðal annars fram að árið 1990 eða fyrir 25 árum notaði íslenskur sjávarútvegur 207 þúsund tonn af jarðefnaeldsneyti á fiskiskip og 61 þúsund tonn í annan fiskiðnað, aðallega í fiskimjölsverksmiðjum, eða samtals 270 þúsund tonn. Núverandi notkun sjávarútvegs á jarðefnaeldsneyti er um 200 þúsund tonn á ári og hefur því minnkað um tæp 70.000 tonn frá árinu 1990 m.a. vegna hagræðingar í greininni. Til að mæta nýjum áformum Íslendinga í loftslagsmálum þarf árleg olíunotkun sjávarútvegs að fara samtals niður í 160 þúsund tonn fyrir árið 2030. Sjávarútvegurinn þarf með öðrum orðum að minnka núverandi notkun sína á jarðefnaeldsneyti úr 200 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn eða um 40.000 tonn á næstu 15 árum. Leita þarf allra leiða til að draga enn frekar úr mengun svo sem með því að ljúka við að rafvæða fiskimjölsvinnslur. Eins og staðan er núna er það ekki hægt nema með frekari uppbyggingu flutningsgetu raforkukerfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa því að líta heildstætt á viðfangsefnið og setja sér sameiginleg markmið í umhverfismálum og vinna saman að því að þau náist. Það er því mikil áskorun fyrir sjávarútveginn sem og íslensku þjóðina að leita allra leiða til að draga úr mengun og ekki líta á umhverfisvernd sem ógn heldur tækifæri. Fátt sýnir það betur en íslenskur sjávarútvegur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun